13.4.2007 | 14:19
Letivika!!
Núna er búið að vera vorfrí í skólanum hjá krökkunum, og við búin að liggja hér í leti síðan á páskum. Veðrið er búið að vera skrítið, ýmist heitt eða kalt, sól eða rigning, veðrið getur ekki gert upp huga sinn. Við erum búin að horfa á nokkrar myndir, ég og maðurinn minn, en komumst ekki lengur en fyrsta korterið á nema einni. Sú fyrsta var Children of Men, og hún var eitthvað svo flókin strax frá byrjun, eða kannski var ég bara dauðþreytt, en hún entist í tíu mínútur. Svo var það Half Nelson, um uppdópaðan kennara og var Ryan Gosling (held ég að hann heiti) útnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hana. Hún var eitthvað voðalega hæg, og við sofnuðum bæði yfir henni. Ó, já, ekki má gleyma The Holiday, ég horfði á hana alla, enda chickflick...og hún var fín, mér finnst Kate Winslet alltaf svo yndisleg, en Jude Law (er hann ennþá Íslandsvinur?), Jack Black, og Cameron Diaz eru öll í aðalhlutverkum. Hún var mjög sæt, og svona ljúgandi rómó og óraunsæ, semsagt chickflick!!
Síðan er það Volver, Penelope Cruz var tilnefnd til margra verðlauna fyrir hana, og hún er rosalega góð, tékkið á henni. Við kláruðum hana þó ekki, af því að við vorum að sofna úr þreytu, ekki vegna leiða, þannig að við eigum eftir að klára hana. Svo í gær fórum við öll út í bíó og sáum Are we done yet? Yes, we are, því að hún er pottþétt meira gíruð til unglinga og krakka en fullorðna, en hún var allt í lagi. Ég veit ekki hvernig þetta er heima á Íslandi í sambandi við verðið á öllu í bíó, en hér liggur við að maður þurfi að borga fyrir klósettpappír, allt er svo dýrt. Þannig að ég smygla alltaf nammi og gosi inn Svo þegar maður kaupir stærsta poppið hérna, þá fær maður ókeypis ábæting (er það rétt?) Þannig að ég kaupi alltaf svoleiðis, og geymi svo pokana, og í gær var ég með tvo risastóra poka, þannig að poppið var ókeypis...Ég smyglaði inn 7UP fyrir börnin, og Diet Kók fyrir mig (of course), svo fyllti ég litla ziplock poka með M&M´s, smákökum, og fruit snack. Þannig að ég þurfti bara að borga fyrir miðana í gær, og Tim keypti sér pylsu. Svo þurftum við að hlaupa undan rent a cop, örrygisverðinum semsagt, því að við borguðum ekki fyrir klósettpappírinn
Alltaf jafn mikið stuð að fara í bíó... Ég hef alla mína tíð verið bíósjúk, og bókasjúk. Ég man þegar ég var fjórtán ára gömul, og við bjuggum í Sönderborg, Danmark, þá fékk ég átta bækur í jólagjöf, og voru það eftirminnilegustu jól EVER. Ég þurfti að draga sjálfa mig framúr rúminu mínu, bara til þess að fara á klóið, og bæta á gosið og smákökurnar. Ég var gjörsamlega föst í rúminu að lesa. Meira að segja þegar ég var sjö, átta ára og bjó á Ísafirði, þá var ég alltaf lesandi langt fram á nætur. Ég man þegar ég hélt uppá tólf ára afmælið mitt, þá leigði mamma VHS tæki og myndina Romancing the Stone, og var það þvílíkt stuð að horfa á vídeómynd. Núna eru það bara DVD tæki og myndir, og núna bíður maður varla meira en tvo-þrjá mánuði áður en myndirnar koma út á vídeó.
Börnin okkar nú til dags hafa enga þolinmæði, og ég held að það sé skiljanlegt, allt er svo INSTANT nú til dags. Þú tekur mynd, og púff, sérð hana um leið. Muniði eftir þegar maður þurfti að bíða í viku til þess að fá framkallað, og ef að myndirnar voru skemmdar, eða maður hafði ekki hugmynd um hver eða hvað var á myndinn, þá þurftirðu samt að borga fyrir hana Svo er það sjónvarpið, þú ýtir bara á takka á sjónvarpinu þínu og þú hefur aðgang að 500 músík vídeóum, 200 bíómyndum o.s.fr. Allt gerist svo hratt hjá börnum í dag, þau vita ekki hvernig það er að þurfa að bíða eftir hlutunum, engin þolinmæði til staðar, og ekki getum við kennt þeim um það!! Þeim finnst óskiljanlegt að þegar ég var á þeirra aldri þá var sjónvarpið bara sýnt á Fimmtudögum. Svo þegar það var sýnt á hverjum degi, þá var barnatíminn bara á Sunnudögum, og bara í klukkutíma... Hneykslisvipurinn sem birtist á andlitum þeirra er hlægilegur
Tímarnir breytast og mennirnir með, hvað annað getum við gert. Við þróumst og þroskumst, lífið heldur áfram, jörðin snýst áfram, og ég held áfram að blogga, og leigja mér vídeóspólur sem ég sofna yfir. Ég mun líka halda áfram að smygla gosi og nammi inní bíó, og kannski, bara kannski, þarf ég að byrja að smygla bensíni úr einum bíl yfir í minn
Njótið helgarinnar og hvers annars
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér, elsku Bertha mín, með litla þolinmæði barna í dag - og allt þetta "skyndi"-dæmi. Ég man líka eftir framköllununum og biðinni, ég man eftir þeirri stórmerkilegu stund þegar valið stóð á milli VHS og Beta vídeótækis, ég man eftir því að leigja myndir og horfa á þær - og ég spólaði alltaf samviskusamlega til baka. Í dag er þetta bara diskur í tækið, ekkert spól og allt mjög hraðara og einfaldara.
Auðvitað eru tækninýjungar og breytingar af hinu góða oftast, en þessi hraði og þetta "instant allt" fær mig til að hugsa oft um að slaka betur á.
Mér hefur alltaf fundist bíómenningin í Bandaríkjunum miklu skemmtilegri og eðlilegri heldur en hér á Íslandi. Það er gífurlega langt síðan ég fór í bíó í USA, en aðalmunurinn fannst mér vera biðraðirnar. Úti fannst mér allir vera svo sáttir við biðraðir og ekkert mál - gekk vel (miðasalan, nammið ... ) en hér á Íslandi er þetta alltaf spurning um að vera fyrstur og troðningurinn eftir því.
Ég get ekki ímyndað mér að nammi sé dýrara úti í USA kvikmyndahúsum heldur en hér. Verðið í kvikmyndahúsum á poppi (meðalstóru) og stórri gos ... er í kringum 400-450 kr.! Í kringum sex dollarar eða svo ... (hvað færðu fyrir það í bíó? stærðarlega séð sko)
En annars finnst mér yndislegt að sjá ykkur eiga svona mikla letiviku - leti er dyggð! Það er letinni að þakka að ég er t.d. svona feitur og ég er svo sáttur við það (more of me to love, baby!) En ég er samt auðvitað vinnualki á köflum ... þessi letivika ykkar er bara brilliant.
Horfði sjálfur á Children of Men um daginn og mér fannst hún verulega góð. Sá svo Little Children í gær og hún var æðisleg.
Ég vona að helgin verði þér og þínum, elsku besta dúlla. Hafðu það eins yndislegt og þú getur!
Kossar og knús frá Akureyri!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 15:30
Já, Doddi minn, ég man sko eftir að þurfa að spóla tilbaka áður en maður skilaði, núna er þetta bara tekið út þegar maður er búinn, ekkert smá notalegt. Ég er sammála þér með bíómenninguna hér í Ameríku, hún er sko miklu betri en heima, það er eiginlega svoleiðis með allt hér í Ameríkunni, allir bíða bara þolinmóðir í röð.
Hér kostar stærsti popp pokinn (með ábætingu) $4.50, sem er cirka 300 kall, svo er stærsta gosið á svipuðu verði. Þetta er mjög dýrt miðað við að kaupa sér 1/2 líter af kóki útí búð. Svo er allt nammið $5 eða meira, sama hversu lítið nammið er, annars selur Kaninn allt í stórum pökkum í bíó, svo að fólk geti nú passað sig að borða nóg... Hér er ekki hlé í miðri mynd heldur, þannig að fólk verður að kaupa stórt og nóg...
Ég verð að gefa kananum það samt, að þeir eru kurteisir, en þeir brosa oft framan í þig og svo tala illa um þig um leið og þú labbar í burtu... Ég er samt 100% sammála þér, Doddi minn, það er bara more to love, og það er sko ekkert að því. Við erum flest öll alltaf að reyna að grenna okkur og reynum að vera í ímynd stjarnanna, en það er bara fínt að vera eins og maður er, og enn betra þegar maður kynnist maka sem sættir sig við mann eins og maður er
Njóttu helgarinnar líka, elsku Doddi dúlla, og ég ætla að gefa Children of Men another chance, og svo langar mig líka til þess að sjá Little Children, frétti að hún var rosalega góð!!! Kossar og knús frá San Jose, Cali Cal!!
Bertha Sigmundsdóttir, 13.4.2007 kl. 16:51
Ohh ég ELSKA Ryan Gosling ! Sértaklega í´uppáhalds myndinni minni...The Notebook...ELSKA þessa mynd ! Mig langa að sjá The Holiday....þar sem ég fer aldrei í bíó né get leigt myndir þá kaupi ég allar mínar á DVD....og á *hóst* alveg slatta sko..alveg yfir 100 ég kaupi alveg 2-3 á mánuði
En annars elska ég að fara í bíó...en fer því miður alltof sjaldan. Fór held e´g síðast annað hvort einhv.tíman í fyrra eða hitt í fyrra Það er svo ógðeslega dýrt að fara í bíó hérna...alveg ca 900 kall síðast þegar ég vissi !!! Alveg ótrúlegt !
Þarftu að BORGA fyrir KLÓSETTPAPPÍRINN í bíó !!!???? hahahha....OMG !
Ég man þegar ég var lítil þá smyglaði mar nammi og svala með sér í bíó....og amma gerði það líka þegar hún fór með mig þegar ég var lítil hehe... Ef ég færi með mínar stelpr myndi ég pottþétt líka gera það
Knús til þín sæta og hafði það gott um helgina
Melanie Rose (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 17:48
Best að byrja á því að segja að við tölum um ÁBÓT á poppið. Sem þekkist ekki á Íslandi. Ég dáist rosalega að þér fyrir að tala svona góða íslensku eftir öll þessi ár úti. Það er meira að segja rosalega sætt að þú skulir setja stóran staf í íslensku dagaheitunum eins og gert er úti. Við segjum enn föstudagur, laugardagur og allt þetta með litlum staf. Vinkona mín, búsett í USA, gerir nákvæmlega þetta sama. Og ég er ekki að leiðrétta þetta ... snúllan mín.
Jude Law er enn Íslandsvinur og verður alltaf ... ef frægt fólk millilendir á Íslandi þá verður það sjálfkrafa Íslandsvinir (eða svona næstum því). Mér finnst þetta hálffyndið, pínku hallærislegt. Seinfeld sjálfur kom og hélt skemmtun hér en allir voru svo uppteknir af því að hann næði sér kannski í íslenska konu og enginn blaðamaður spurði um uppistandið hans, hann fór móðgaður úr landi, stytti meira að segja ferð sína. Krúttið.
Eigðu guðdómlega helgi, elskan mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.4.2007 kl. 18:43
Sönderborg i dk .. daaaa er í hjúkrunarskólanum þar Smygla líka nammi í bíó
Knúz Dagmar
Dagmar Íris, 13.4.2007 kl. 19:02
Og já elsku dúllan ... þú minntist á það sem ég hata svo mikið af öllum lífsins sálarkröftum: HLÉ!! Aaaarggh! Ég þoli þau ekki ... ég þoli ekki að slíta myndina í sundur ... er eflaust ekki einn um það - en margir eru hliðhollir þeim. Ég man þegar ég sá "Nixon" úti í USA jólin 1995, þriggja tíma mynd, ... þá var mér orðið ansi mikið mál, en svona er bara menningin ... og mér líkar hún vel þarna úti.
Bróðir minn og bandarísk kona hans, ásamt þriggja ára syni, eru nú á heimleið í sumar. Ari hefur búið í USA samfleytt síðan 1991 (og var í eitt ár í námi 1987-1988), en er nú á leiðinni heim að taka við nýju djobbi í Háskólanum í Reykjavík. Það var gaman að heimsækja þau - alltaf. En nú verður þú bara Bertha mín helstu tengslin mín við USA ... er það ekki?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:58
Mel mín, ég er þér sammála, fannst The notebook mjög rómó og þau sæt saman, sérstaklega þegar hún fattaði að sagan var um þau, og fékk minningarnar tilbaka í nokkra klukkutíma
Elsku Gurrí mín, ekkert mál að vera að leiðrétta mig, gerðu það eins oft og þú þarft, það er í góðu lagi mín vegna... Já, fyndið með dagana, ég ruglast oft með það hvort að þeir séu skrifaðir með stórum staf eða ekki Vissi ekki þetta með Seinfeld, skil vel að hann hafi orðið fúll, þetta er soldið hallærislegt, ég er sko alveg sammála þér...
Dagmar mín, ekki vissi ég að þú værir í skóla í Sönderborg, eruð þið ekki í Þýskalandi? Finnst þér ekki Sönderborg æði pæði????
Já, Doddi minn, þú mátt sko stóla á það að tengslin okkar haldist, ég er ekkert á leiðinni heim til Íslands, þannig að ég skal vera Kaninn þinn Hvar býr/bjó bróðir þinn þá?
Njótið helgarinnar enn og aftur mínir kæru vinir
Bertha Sigmundsdóttir, 14.4.2007 kl. 01:34
Blessuð, kíkti aftur í heimsókn ! Orðið langt síðan ég fór í bíó en The Notebook á ég hér á dvd .... yndisleg mynd !
Góða Helgi - Guðrún Sigfinns
Guðrún (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 13:43
Ég er "72 árgangurinn,afi varð held ég milli sextíu og sjötíu ára,en ég þekkti hann aldrei neitt,hann er afi minn í föðurætt þannig að hann var dáinn áður en ég kynntist föðurfólkinum mínu,en endilega kíktu á mig og farðu vel með þig :) en ég á við sama vandamál og þú við nútímann og börnin,en það er ekki þeim að kenna,ég er reyndar dugleg að tala um æskuárin mín við þau,ég reyni að halda í eitthvað frá þeim góðu tímum,maturinn hér hjá mér er til dæmin alltaf klukkan sjö,og allir borða saman við eldhúsborðið,það er ekki sjónvarp í svefherbergjunum,það horfa allir saman á imbann hér,nema stundum ekki unglingurinn,og ég sakna þess þegar að það var ekkert sjónvarp á fimmtudögum,enívei,hafðu það sem allra best,knússs......
Dóra Maggý, 14.4.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.