8.4.2007 | 13:18
GLEÐILEGA PÁSKA
Gleðilega Páska kæru vinir og vandamenn!!!!
Hér eru páskarnir rétt svo gengnir í garð, hér eru allir enn sofandi á mínu heimili, ég er sú eina sem er komin á lappir og ég veit ekki af hverju ég er vöknuð svona snemma, klukkan er bara korter í sex.
Við erum að fara í kirkju núna klukkan 9, síðan komum við heim og ég byrja að elda. Stóri bróðir hans Tim er að koma í heimsókn með konu sína og yngstu dóttur, svo er elsta dóttir hans líka að koma með tvær dætur sínar (afadætrurnar semsagt), þannig að hér verður fámennt en góðmennt.
Í gær máluðum við og lituðum páskaegg, því hefðin er nú sú hér í Ameríkunni, að krakkarnir fái að sulla í málningu (sem næst varla af höndunum í nokkra daga) og svo eru máluðu eggin falin útí garði handa börnunum að finna. Þetta er voða stuð á hverju ári hjá þeim, og ekki var minna stuðið í gær.
Tvíburarnir fengu glitur fyrir sín egg, Kalli fékk CARS kassa, með límmiðum og allskonar stússeríi, og Mikaela fékk, hvað annað, en prinsessu kassa, sem innihélt líka límmiða og svoleiðis. Svo þegar við erum búin að fara í kirkju, komin heim, og gestirnir komnir, þá förum við mömmurnar útí þennan risastóra garð sem við höfum hér fyrir utan, og hömumst við að fela öll eggin áður en að krakkarnir taki eftir að við séum horfnar.
Það er ekki nóg heldur að fela bara soðnu, lituðu, máluðu eggin, ó, nei. Við fyllum líka plastík egg með nammi, smápeningi, eða engu (til þess að hrekkja, það er aðalstuðið hjá okkur foreldrunum, að hrekkja börnin okkar). Krakkarnir labba nefnilega um, lyfta eggjunum, hrista þau, og ef ekkert heyrist, þá eru eggin sett niður aftur, greyin, rejects semsagt. Síðustu ár er ég sko búin að plata börnin, ég kaupi nammi sem festist inní egginu, eða set dollara inní, þá heyrist auðvitað ekki neitt, en eggin eru samt verðmæt, eða sælgætismæt...
Fyrir utan þessar eggjaveiðar, þá gef ég líka krökkunum mínum körfur. Það er hægt útí búð að kaupa tilbúnar körfur, þær eru vanalega bara fullar af sælgæti og einhverju rusli, ussumsvei...... Í staðinn bý ég til mínar eigin körfur, eins og þið sjáið hér fyrir ofan. Þetta er karfan hennar Mikaelu, allar körfurnar sitja á eldhúsborðinu, þannig að þegar ég vek börnin til þess að koma í morgunmat, þá sjá þau körfurnar sínar. Þetta er ég búin að gera í mörg ár, síðan Kalli og Mikaela voru smábörn. Í körfunum hjá stelpunum er nákvæmlega það sama, buxur, bolur, tvennir skór, sundbolur, bíómynd, og fimm stykki nammi (Barbie kanínan er þarna efst, og svo er nammi slipper...), og tveir páskablýantar. Karfan hans Kalla míns er aðeins öðruvísi. Hann fær stuttbuxur í sundið, þrjár bíómyndir, tvo Gamecube leiki, og svo sama nammi og stelpurnar (nema strákanammi auðvitað, nammibíl og hotwheels kanínu), og svo auðvitað nokkra blýanta.
Ég hlakka sko til að sjá framan í þau þegar þau sjá körfurnar... Mér finnst svo gaman að koma þeim á óvart, það gleðir mömmur ekkert smá, eruð þið ekki sammála? Ég reyni alltaf að koma þeim á óvart, en því eldri sem þau verða, því klóknari verð ég að vera. Stelpurnar eiga eftir að geta skipt um föt eftir kirkju, og eggjaveiðarnar. Þá eiga þær eftir að geta klæðst nýju fötunum, sem eru sömu buxur og bolir, bara í mismunandi litum. Hann Kalli minn á bara eftir að fá að vera í tölvuleik í allan dag, greyið, hann er oftast nær eini strákurinn, ekkert nema einhverjar stelpur í heimsókn. En, hann fær tvo bestu vini sína (sem eru bræður) til þess að gista í næstu viku þannig að þá fær hann smá útrás, vonandi.
Jæja, kæru vinir, eins gott að ég fari að byrja á deginum, þarf að baka beikonið, hræra eggin saman, og búa til pönnukökurnar (american, of course). Svo er það að lita ræturnar, fara í sturtu, blása og slétta hárið, mála sig, og klæða. Þá get ég ræst liðið, byrjað að taka myndir, og byrjað að mata liðið. Gera alla krakkana tilbúna, smella af nokkrum fleiri páskamyndum (þið sáuð páskafötin þeirra efst, eru þau ekki sæt?), og svo er það að drífa sig í kirkjuna. Koma svo heim og byrja að búa til forréttina, baka kartöflur, og gera steikina tilbúna fyrir grillið. Leyfa krökkunum að veiða eggin, gefa þeim að borða, koma þeim fyrir, og svo boða þá fullorðnu til borðs (eða áts...). Svo er það bara að setja krem á tertuna, taka út ísinn, gefa börnunum ís, og svo setjast niður loksins og fá mér eftirrétt. Guð minn góður, ef að allt þetta tæki bara þessar tvær mínútur sem að það tekur að pikka orðin inn, þá væri ég í góðum málum.
ÉG VONA AÐ ÞIÐ NJÓTIÐ PÁSKANNA Í FAÐMI FJÖLSKYLDU OG VINA.
GLEÐILEGA PÁSKA
Athugasemdir
Ohhhhh, hvað það væri gaman að vera hjá ykkur! Þetta hljómar dásamlega skemmtilegt!!! Ég myndi sko hjálpa þér ... hehehhehe! Gleðilega páska, elskan mín og knús til ykkar allra.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:30
Gleðilega páska til ykkar allra. Það er ekki að spyrja að myndarskapnum í þér. Maður verður bara þreyttur af því einu að lesa lýsingarnar hjá þér! Þú ert sko alveg velkomin til mín um næstu páska! Nú ætlum við að taka eitt Lúdó og svo er rétt að fara að gera hamborgarahrygginn kláran! Njótið dagsins
Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.4.2007 kl. 13:55
Sæl Bertha,
Guðrún Sigfinns heiti ég og eftir eitthvað flakk á veraldarvefnum endaði ég hér og gat ekki annað en kvittað þar sem að ég,þú og Jónína Lovísa lékum okkur oft saman þegar við vorum litlar á Hornafirði. Ég bý einmitt í Ameríkunni(Florida) eins og þú !
Gleðilega Páska
Guðrún (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 14:26
gleðilega páskahelgi..
Ólafur fannberg, 8.4.2007 kl. 14:53
Æjj hvað verður gaman hjá ykkur ! ....vá ég varð nú bara þreytt á að lesa allt sem þú þarft að gera hahah... Vonandi skemmtið ykkur vel í dag sæta. Hafðu það gott og komdu svo með myndir til að sýna eftir daginn
Gleðilega páska.....knús...Mel
Melanie Rose (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 15:26
Gleðilega páska elsku besta Bertha! Súkkulaði, knús- og kossakveðjur til þín og fjölskyldunnar fallegu!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 15:48
Þúsund þakkir allesammen!!!! Guðrún Sigfinns, auðvitað man ég eftir þér, ég man líka að við náðum saman á netinu einhverntímann fyrir einhverjum árum. Áttu ekki einn lítinn strák? Kannski eru fleiri börn komin? Endilega láttu mig vita hvernig ég get fylgst með þér og þínum...
Bestu kveðjur til ykkar allra
Bertha Sigmundsdóttir, 9.4.2007 kl. 15:10
Elsku Bertha, takk fyrir fallega skilaboðið frá þér.
Börnin þín eru ekkert smá falleg í fínu páskafötonum sínum. Vona að þið hafið skemt ykkur vel.
Knús og kossar
Kolla, 9.4.2007 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.