Heimþrá

Þegar maður er búinn að búa erlendis í mörg ár þá eru margir hlutir sem að maður saknar frá Íslandi. Ég man varla hvernig SS pylsur bragðast með steiktum lauk og ískaldri kók. Eða hlöllabátur, hvað þá soðinn fiskur með nýuppteknum kartöflum úr kartöflugarðinum hans afa. Það sem ég sakna samt mest er fjölskyldan mín og vinirnir. Það er eitt sem er svo huggulegt og yndislegt við Ísland, og það er að geta skroppið til vinkonu sinnar í kaffi án þess að hringja á undan sér. Manni er alltaf tekið með opnum faðmi og sterku kaffi og kleinum. Hér í Ameríku þarf maður alltaf að hringja á undan á sér, aðallega útaf vegalengdum, en líka af því að maður veit aldrei hvernig skapi kaninn er í... Njótið þess að skreppa í kaffi, mínir kæru landar!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta get ég tekið undir. Sama sagan hér í Hollandi, alltaf að hringja á undan sér, því að koma óboðinn er dónaskapur. Viltu koma í bíó? Sjáum til... ég er laus á Laugardaginn eftir tvær vikur, virkar það fyrir þig? Ó nei, er að grilla. 27 júlí? JÁ! Flott, sjáumst þá!

Það er alltaf gaman að koma til Íslands í heimsókn og heyra tungumálið, sjá staðina sem maður þekkir og upplifa samfélagið sem maður ólst upp í, en það er fjölskyldan sem skiptir mestu máli. Ég er sáttur við a búa erlendis en eina eftirsjáin er að geta ekki eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mann máli.

Annars heyrði ég einhvern tíma að allir íslensdingar búsettir erlendis hefðu eitt sameiginlegt. Þeir væru allir á leiðinni heim.

Villi Asgeirsson, 11.6.2006 kl. 08:02

2 identicon

Gaman að sjá að þú sért farin að blogga kæra frænka. Ég mun fylgjast með þér og fjölskyldunni. Ég er hjartanlega sammála þessu með Ísland; það sem ég sakna virkilega er nætursöltuð ýsa með hamsatólg og soðnum kartöflum og rófum! og snúðar með glassúr og kleinur úr bakaríinu, mmmm. Þetta allt ætla ég að fá mér í sumar þegar ég fer í heimsókn til Íslands :) Hafið það gott, bloggið mitt er www.risadvergur.blogspot.com
Frænka í DK, Ragnhildur

Ragnhildur (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband