5.4.2007 | 19:19
Egg og egg og fleiri egg
Ég var að koma heim, ég var nefnilega að hjálpa til í bekknum hennar Mikaelu. Ég geri það alltaf á Fimmtudagsmorgnum, ef heilsan leyfir. Í dag var svaka stuð hjá okkur. Af því að páskarnir eru að koma, þá ákváð ég að leyfa krökkunum að lita egg. Í staðinn fyrir að mála þau, eða setja límmiða á þau, þá lituðum við þau bara með litum.
Ég var búin að sjóða og sjóða egg hérna síðustu tvo daga. Það eru tuttugu krakkar í bekknum hennar og ég vildi gefa hverjum nemanda fimm egg til þess að lita. Auðvitað brotnuðu nokkur egg, og sum þeirra voru með gat á sér, eða sprungu, og þá vildu börnin ekki lita þau.
Þannig að ég kallaði þau egg REJECTS, og litaði þau bara sjálf. Krökkunum fannst það þvílíkt fyndið að ég kallaði þau rejects, en common, greyið eggin, enginn vildi lita þau nema hænan ég. Krökkunum finnst svo gaman þegar ég kem, og mér finnst það skemmtilegra en þeim, ég get svarið fyrir það. Það er gaman að komast út úr húsi, og að vera í kringum krakka, þau gefa manni orku, láta mann hlæja og gera mann brjálaðan, allt á einnri mínútu. Þetta var mjög góður morgunn, takk 1. bekkur
Hann Kalli minn var að klára leikfimi kennsluna sína. Hann er búinn að fara síðustu sex vikur, og á Þriðjudaginn var, þá sýndi bekkurinn okkur foreldrunum hvað þau voru búin að læra síðustu vikur. Hér er ein góð mynd af honum að fara í afturábak kollhnís. Honum fannst geðveikt stuð, og hann er flinkur. Alltaf að gera handahlaup, kollhnísa, og að standa á höndum. Hann kann næstum því að gera svona flipp... Svo á morgun byrjar hann í fótbolta, íslenskum fótbolta, ekki amerískum. Fótboltinn mun endast í átta vikur. Þetta er mjög gaman, að sjá börnin prufa mismunandi áhugamál. Verst hvað þetta er dýrt hérna úti. Heima borgar maður voða lítið, stundum ekki neitt, er það ekki ennþá svoleiðis?
Mikaela heldur áfram í ballett, verður ekki búin fyrr en um miðjan Maí. Tvíburarnir verða með sýningu um miðjan Maí, þær eru að læra hip hop dans, og eru að dansa við Fergie lagið, London Bridge, the clean version, án blótsins(hehe). Mig hlakkar ekkert smá til þess að sjá þær, og ég vona að Mikaela verði með einhvers konar sýningu líka. Manni langar til þess að sjá það sem krakkarnir eru búin að læra, það er gott að vita að þeim líkar vel við það sem foreldrarnir eru búnir að borga fyrir.
Og svo styttist í Chicago Var ég búin að segja ykkur frá Chicago???? Ég og tvær vinkonur mínar sem búa í Boston, og ein sem býr í New York, við erum búnar að hafa stelpuhelgi núna síðustu tvö árin. Árið 2005 hittumst við í Boston, og fórum svo til Foxwoods í Connecticut. Þar gistum við á sætu hóteli, fórum í nudd, fórum út að borða, duttum í það, og fórum út að dansa. Þessi ferð var svo geðveik, að við ákváðum þá að við ætluðum að hafa stelpuhelgi á hverju ári. Í fyrra buðu tvær vinkonur mínar mér til New York (ég átti engan pening), og þar eyddum við helginni hjá Hörpu, sem býr í Brooklyn. Við fórum út að borða, duttum í það, löbbuðum um downtown New York, og enduðum á að fara á 40/40, næturklúbbinn hans Jay Z Því miður var hann ekki við til þess að djamma með okkur, en kannski næst. Hann er uppáhalds rapparinn minn!!
Þannig að við ákváðum að hittast í Chicago þetta árið. Ég flýg þangað 17. Maí og kem aftur heim þann 20. Maí. Þetta verður geðveikt, ég er farin að telja niður dagana, ég er svo spennt. Þetta er virkilega nauðsynlegt fyrir mig að hitta vinkonur mínar á hverju ári, ég hef ekki margar vinkonur hér í San Jose, svona þrjár sem ég virkilega tala við, en geri ekki mikið með þeim, því miður. Það er engin sérstök ástæða fyrir því, það hafa allir mikið að gera. Ég er mjög náin Veru og Írisi, er búin að þekkja þær síðan 1994, við vorum allar au-pairs í Boston. Við erum eins og systur. Þannig að þessi ferð er mjög mikilvæg fyrir mig, ég er að deyja úr spenning, get varla beðið.
Það leiðinlegasta við það að fara og hitta þær er að tíminn líður allt of hratt þegar við loksins höfum eina helgi saman. Það er erfitt fyrir mig að segja bless, en svoleiðis er lífið. Ég er heppin því að ég fæ að sjá þær aftur í Júlí, ég flýg í gegnum Boston þegar ég kem heim til Íslands. Þannig að eftir að ég kveð þær í Chicago, þá veit ég að ég mun sjá þær aftur eftir tvo mánuði, þannig að sorgin verður ekki eins þung fyrir mig að bera. En, mikið hlakkar mig til að sjá þær í Maí, við eigum eftir að sjá til þess að Chicago muni aldrei gleyma okkur fjórum
Athugasemdir
Þú ert bara búin að blogga heilan helling og engar færslur komu upp í stjórnborðinu mínu, eins og ég treysti yfirleitt á. Því miður eru tómstundir barna á Íslandi rándýrar í flestum tilfellum og margir einstæðir foreldrar og aðrir fátækir foreldrar sem hafa ekki efni á því að senda börnin sín í eitthvað.
Hlakka til að sjá þig á Íslandi í júlí!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2007 kl. 22:08
Vá hvað þú ert búin að vera dugleg :)
Gleðilega páska
Kolla, 5.4.2007 kl. 23:19
Knús til þín sæta Hafðu það rosa rosa gott um páskana Þú ert alveg lang lang duglegust sko...!
Knús...Mel
Melanie Rose (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:44
Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt dúlla, og þú ert ekkert smá dugleg alltaf!! Chicago er heppin að fá að njóta nærveru ykkar og ég vænti þess að myndir verði teknar...!! Svokallað ChiChi mót....chicks in Chicago...? (lame, I know!)
Anyhoo...
Ísafjörður biður að heilsa þér og viti menn ... Martha, systir hennar Veigu, er víst góð vinkona þín, þannig að lítill er heimurinn (ég spurði Veigu í gær). Bestu kveðjur, knúsar og kossar
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.