Pissulæknirinn, svefn og góðir nágrannar

Af pissulækninum er það helst að frétta að hann gaf mér meðal, meira meðal bara, það á ekki að verða neinn endir á þeim. En, eins og staðan er í dag, þá er ekki hægt að gera neitt annað en að dæla í mig meðulum. Því miður er ég búin að þyngjast af sprautunum, og er ekkert allt of ánægð með það. Ég var búin að losa mig við tólf kíló og þau eru öll komin aftur utan á mig. Ég hef aldrei verið ein af þessum grönnu stelpum, en ég hef aldrei verið eins þung og ég er núna, er frekar fúl yfir framvindu mála.

Ég verð bara að fara að æfa á fullu, en suma daga er það erfitt. Eins og í gær og líka í dag, báða daga tók ég mér smá lúr. Ég vildi að ég gæti sagt að ég vakna full af orku, en oftast nær vakna ég þreyttari en áður en ég fékk mér lúrinnSleeping Þá tekur það mig smá tíma að komast af stað, og er það eins og þegar ég vakna á morgnana. Það má segja að ég byrji daginn minn þá tvisvar... sem er stundum soldið skrítið!!!

Í gær gerðist soldið skemmtilegt. Á móti mér býr asísk fjöldskylda, og dóttir þeirra var í 1. bekk með Kalla. Þau eru mjög vinaleg og leggja við hliðina á mér niðri í bílageymslu. Í gær bönkuðu þau uppá hjá mér og sögðu mér að þau væru læst útúr íbúðinni sinni. Þau sögðu á bjagaðri ensku að þau reyndu að hringja á skrifstofuna, en fengu ekkert svar. Ég var ennþá í náttfötunum, nývöknuð af lúrnum mínum, þannig að ég bað þau um að bíða og fór og náði í símann minn. Svo hringdi ég á skrifstofuna og eftir að reyna þrisvar, þá svaraði kona. Ég sagði henni hvað væri í gangi og hún sagði að hún myndi senda vinnumanninn sem var á helgarvakt til þess að hleypa þeim inn.

Ég sagði þeim að maður væri á leiðinni til þess að hleypa þeim inn, og bauð þeim að bíða inni hjá mér, konunni og barninu semsagt, á meðan eiginmaðurinn myndi bíða. Þau afþökkuðu það, og þökkuðu mér svo fyrir að hjálpa þeim. Ég sagði, ekkert mál, og fór inn til mín. Svona 45 mínútum síðar var bankað hjá okkur aftur. Þar voru nágrannarnir mínir mættir aftur á svæðið og afhentu mér kassa með köku í. Ég sagði þúsund þakkir, og sagði við þau að þau hefðu ekki þurft að gefa mér neitt. Þau sögðu, jú, víst, og njóttu vel. Þegar ég opnaði kassann blasir við mér þessi flotta ferkantaða terta með rjóma ofan á, ávöxtum, og sköfuðu súkkulaði á hliðunum. Ekkert smá flott, og svo var rauð slaufa bundin utan um kökuna.

Ég og Tim sátum hér í vellystingum í gærkveldi og gæddum okkur á þessari geðveikislega góðu köku, nammi namm. Þá höfðu nágrannar mínir farið í asískt bakarí hérna 20 mínútur í burtu og keypt handa okkur köku, bara af því að ég hringdi á skrifstofuna til þess að hjálpa þeim að komast inn. Mér finnst þetta allt of mikið, en asískt fólk er mjög gjafmilt. Og asísk bakarí eru geðveik, það eru seldar hörku kökur í asískum bakaríum. Það er aldrei að vita, ég kaupi kannski brúðkaupstertuna frá þessu bakaríi, kakan sem við fengum er geðveik.

Við erum mjög heppin með nágrannana okkar, bara á minni hæð búa 3 asískar fjölskyldur, 3 mexíkanskar fjölskyldur, ein fjölskylda er frá Eþíópu, og svo er ein fjölskyldan svört. Svo erum það við, blandaða evrópska og svarta fjölskyldan. Allir eru kurteisir og virðingarfullir. Flestir halda sig útaf fyrir sig, og eru hljóðlátir. Í allri byggingunni er fólk frekar hljóðlátt, ekki mikið af unglingum sem spila tónlistina hátt og eru að halda partý. Mér fannst bara æðislegt af nágrönnum mínum að gefa okkur köku, ég er mjög þakklátWizard

Jæja, þá er kominn tími til þess að koma börnunum í rúmið, þarf að fara að lesa fyrir Mikaelu, eða leyfa henni að lesa fyrir mig. Kannski tek ég mér þriðja lúrinn uppí koju hjá henni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 3.4.2007 kl. 07:01

2 identicon

Ég er svo ótrúlega heppinn (ennþá) að vera laus við lyfjatöku og verandi með góða heilsu. Kannski tek ég henni of mikið sem sjálfsögðum hlut? Mér verður nefnilega dálítið um og ó þegar ég stend sjálfan mig að því að kvabba yfir ýmsum smáhlutum en sjá svo hversu jákvæðir og yndislegir sumir einstaklingar geta verið - þrátt fyrir að hafa ekki sömu góðu heilsu og ég. Með þetta incentive í huga, þá ætti maður kannski að fara í megrun ... en samt ... ég er bolludúlla, og hef ekki haft áhyggjur hingað til.

Punkturinn minn er einfaldur, elsku Bertha. Mér finnst þú vera ótrúlega jákvæð miðað við að þurfa glíma við þetta og standa í stöðugri lyfjatöku. En það segir líka svo mikið um þig, að þér finnst ekkert sjálfsagðara en að hjálpa nágrönnunum, sem um leið kunna að meta hjálpina. Af góðu leiðir gott, er það ekki? Jákvætt viðhorf smitar út frá sér ...

Kossar og knús frá Akureyri, og hey ... mig langar í asískt bakarí hingað!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 16:45

3 identicon

Ohh leiðinlegt að þurfa að vera að taka inn svona mikið af lyfjum  Get ekki ímyndað mér hvernig það er. Þú ert alltaf svon bjartsýn og æðisleg......þurfum fleiri fólk eins og þig í heiminn híhí.... 

Æjj hvað þau voru sæt að gefa þér köku !  Enda hefuru pottþétt átt hana skilið  Þú ert heppin með nágranna eins og ég. Vona að það haldist híhí...

Hafðu það gott sæta í dag

Melanie Rose (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband