Hætt við að hætta við!!!!!

Auðvitað var þetta bara gabb hjá mér, ég vona að ég hafi ekki hrætt neinn of mikið með þessum fíflalátum í mér. Ég varð að koma upp með eitthvað flott fyrir 1. Apríls gabb, þannig að núna get ég sagt ykkur að auðvitað er ég ekki hætt við, og er ekkert að hætta við, maðurinn þinn þarf sko að gera mikið rangt áður en ég hætti við trúlofunina.

Annars var bara létt grín í gangi hjá okkur öllum í gær, ekkert sem að særði neinn, þannig að þetta var bara allt í léttara kantinum. Ég var soldið lasin í gær og svaf bara og svaf. Svo kom maðurinn minn og sagði mér að klukkan væri orðin sex að kvöldi til, og ég reif mig á lappir, sá þá að klukkan var bara hálf fjögur...

Ég geng í gegnum þetta allaveganna einu sinni í viku þar sem ég verð að sofa mest allan daginn. Það er allt í lagi svosem, en stundum fer það soldið í mig því ég þarf að sinna mörgu á daginn meðan krakkarnir eru í skólanum, þannig að sumt endar með að sitja á hakanum, en það er allt í lagi. Í dag er ég að fara til pissu læknisGasp Já, þið heyrðuð rétt, það ætti að vera svaka gaman. Það þarf bara að tékka á af hverju ég pissa svona oft, það er eitt af þessu skemmtilega sem fylgir MS, pissuvandamál.

Mér líður eins og ég sé komin átta mánuði á leið, er alltaf að hlaupa á klóið, er alveg eins ólétt kona án þess að eiga von á mér... Þetta er allt mjög fyndið bara, hvað annað er hægt að gera en hlæja af þessu öllu, líkaminn á manni er bara farinn að gera það sem hann vill gera, ég reyni bara að keep up!!!

Jæja, verð að fara að taka mig til fyrir pissulæknirinnBlush Tala við ykkur síðar, vonandi seinna í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel hjá pissu lækninum  Eins gott að þetta var gabb hahha....

Þú ert svo rosa dugleg. Að glíma með viekindin og hugsa um krakkana og heimilið....þú ert algjör superwomen sko

Knús og koss

Melanie Rose (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband