31.3.2007 | 16:30
Af verkjunum er það helst...
...að þeir eru ekkert á leiðinni neitt, helvískir... Núna er vorið komið í allri sinni mynd, og með því hærra hitastig, og með því verri verkir. Þetta helst allt saman í hendur, einhvernveginn. Þessvegna er ég ekki búin að skrifa mikið hér, því að hendurnar mínar neita að vinna með mér í skrifunum. Er farin að þjálfa tærnar bara, ég verð sko að fá að skrifa, þannig geri ég andlegri heilsunni greiða...
Það er búið að vera nóg að gera samt hér í San Jose. Á fimmtudeginum lá leið mín í bekkinn hennar Mikaelu, ég mæti þar vikulega og geri listaverk með krökkunum. Við máluðum myndir með Jello... já, þið lásuð það rétt, Jello. Ég bjó til fjórar mismunandi gerðir af Jello, rautt, blátt, grænt, og appelsínugult og mætti með skálarnar mínar. Ég var umkringd af sex ára hrægömmum þegar það fattaðist hvað var í skálunum. Þau urðu enn spenntari þegar ég tók upp rjóma, hann var í dós með sprautu efst, er svoleiðis ekki til heima? Svo byrjuðum við að sulla, við blönduðum Jello með rjóma, og úr því varð málning. Svo máluðu krakkarnir með þessu á blöðin sín, og var þetta þvílíkt sull og skemmtilegheit. Ég mæli bara með því að nota hvítt blað í staðinn fyrir svart, því að þegar þetta þornaði þá sást varla hvað krakkarnir höfðu málað. En, það skipti nú ekki miklu máli, því að það var mjög góð lykt af listaverkunum. Sem betur fer var nóg Jello eftir þannig að krakkarnir fengu að borða málninguna, og var það ekkert smá fyndið fyrir þau og voru margir brandarar látnir flakka
Það er sko mjög erfitt að vorkenna sjálfum sér þegar maður er umkringdur tuttugu sex ára börnum. Lífið er svo spennandi og skemmtilegt, og við getum öll lært lexíu frá þessum litlu krílum. Í gær var svo þvílíkt spennandi því að litlu börnin mín fengu far heim úr skólanum í limmósínu (flott þýðing...). Stelpa í bekknum hans Kalla á afmæli í dag, og í gær var náð í hana og vini hennar í skólann með stæl. Þetta var í fyrsta skipti sem að litlu krakkarnir fóru í limmó, og var þetta þvílíkt ævintýri, þó svo að það tók bara heilar fimm mínútur að skutla þeim heim
Annars fór ég ein í bíó í gær, síðan ég veit bara ekki hvenær. Ég fer alltaf með manninum mínum, eða þá öllum krökkunum, þannig að þetta var þvílíkt næs. Ég sá myndina Reign over me, og var hún allt í lagi, soldið slow, og maður kynntist ekki aðalpersónunum vel, það var ekki farið nógu djúpt í hvert fólkið var. Ég fór oft ein í bíó þegar ég var einstæð, og hef gert það síðan ég var rétt yfir tvítugt. Ég man að vinkonur mínar skildu sko aldrei hvernig ég þorði að fara ein í bíó, því að fólk starir á mann og hver veit hvað það er að hugsa. Mér hefur bara alltaf verið sama hvað fólk hugsar, ég hef gert margt ein í gegnum dagana (hóst, hóst, tölum ekkert um það hér, þetta er family show...), þannig að fara ein í bíó er nú ekkert til þess að kippa sér upp við. Svo fattaði ég það þegar ég leit í kringum mig að ég var umkrindg eldri borgurum, og eldri konum sem að voru líka einar í bíó
Þá er helgin komin með alla sína glóríu, og í dag er það jazzballett, og svo er afmælispartý seinnipartinn á rúlluskautavelli, og krakkarnir eru þvílíkt spennt. Litlu krakkarnir vilja alltaf að ég skauti með þeim, en ég er að vonast til þess að í dag geti þau skautað ein, er ekki í stuði til þess að brjóta neitt í dag Tek einhverjar myndir í dag og set hér inn seinna, ég er í kjaftastuði í dag, þannig að ég á örugglega eftir að mæta aftur á svæðið í kvöld
Njótið Laugardagsins og hvors annars
Athugasemdir
Ohh það er alltaf svo margt spennandi að gerast þarna úti....svo margt hægt að gera og finna uppá Kannski ég næli mér bara í minn fyrrv. sem er bandarískur og kem út híhí....
Hvernig gerðurur þessa "málningu" ? Býrðu til Jello og blandar það við sprautu rjóma og málar ?? ....eða hvað Me ekki skilja. Þarf að prófa að gera svoleiðis með stelpunum mínum
Knús til þín og hafðu það gott í dag !
Melanie Rose (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:59
Hhaha, frábært að nota jello á svona hátt! Eina skiptið sem ég fór ein í bíó var á MASH-bíómyndina. Vinkona mín komst ekki og ég var búin að kaupa mér miða. Þegar var orðið dimmt og myndin að byrja settist maður við hliðina á mér, skrýtið og óþægilegt því að það voru næg sæti annars staðar. Hann fór að káfa á fætinum á mér ... 13 ára ungpían gat ekki tæklað það með því að arga, heldur stóð ég upp og settist annars staðar, næsta bekk fyrir framan eða eitthvað. Skömmu fyrir hlé heyrði ég að karlinn stóð upp og lét sig hverfa. Hehhe, hefði samt ekki þorað að gera neitt, var bara skíthrædd. Hef ekki farið ein í bíó síðan. Núna myndi ég samt segja hátt: Skjúsmí, hættu að káfa á mér, karlandskoti! og berja hann í hausinn með regnhlíf eða eitthvað. Hahahha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:56
Venjulega sendir maður hjartahlýjar kveðjur til þín eingöngu ... en ég vona að einhver kuldi fylgi þar sem vonandi það hefur betri líkamleg áhrif á þig. Ég finn rosalega til með þér ...
En jello málun og rjómi og ... þetta hljómar svo spennandi. Hef ekki prófað þetta sjálfur en geri það kannski síðar.
Ég hef farið margoft einn á bíó og fíla það ágætlega ...
Nú er The Spy Who Loved Me í gangi hjá mér. Voða gaman ... "nobody does it better..."
Sendi þér kossa og knús út, elsku Bertha mín - og óska þér alls hins yndislegasta.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 21:29
Elsku Mel mín, þú ert velkomin til mín hvenær sem er, með eða án fyrrverandi... Já, ókei, ég bjó semsagt til Jello, svo keypti ég rjóma sem er þeyttur fyrir fram, en hann fæst hér í svona sprautudós get eiginlega ekki útskýrt það betur, hér er allt til... svo blanda ég bara smá rjóma við jelloið og svo máluðum við bara með penslum. En, við sáum ekki neitt á svarta pappírnum þannig að notaðu hvítan pappír...
Elsku Gurrí mín, ég skil sko bara rosalega vel að þú hafir aldrei farið aftur ein í bíó, þetta er hræðilegt að heyra, og ég veit að vera þrettán ára og upplifa svona er lífsbreytandi, djöfuls perri var þetta...ég lenti í svona einu sinni sjálf á Ísó, var að húkka far inní fjörð, og einhver tvítugur gæji að spyrja mig um böllin, og hvort að stelpurnar drekki nógu mikið til þess að gefa gæjunum eitthvað eitthvað hvað????? Ég var ellefu ára, nýbúin að fá mér strípur í fyrsta skipti, og ég var svo bráðþroska þannig að hann hélt örugglega að ég væri 16 ára eða eitthvað... ég þáði aldrei aftur far frá einhverjum ungum strákum aftur
Elsku Doddi minn, viltu vera svo góður að senda mér smá kulda, bara pínu... Annars er maðurinn minn að fara að kaupa handa okkur AC, sem er svona loftkælingarsystem, ég er alltaf jafn góð í íslenskunni Haltu áfram í maraþoninu, you can do it!!!!!!!
Kossar til ykkar allra
Bertha Sigmundsdóttir, 1.4.2007 kl. 05:17
Fyndið, hálfri sekúndu eftir að ég ýtti á send ... var sko að senda þér langt e-mail, þá fæ ég komment frá þér á síðuna mína! Hehhehehe. Kíktu á bréfið og verum í sambandi! Knús og kreist til Ammmríkunnar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 16:48
Það var leiðinlegt að heyra að þér er farið að verkja svona mikið, og ég vona að þetta lagist fljótlega.
Knús
Kolla, 1.4.2007 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.