Húsgögn og demantar!

Núna er íbúðin virkilega orðin að heimili. Ég man þegar ég fyrst flutti hingað inn, í Ágúst 2004. Ég var búin að vera fráskilin í ellefu mánuði, og losaði mig við allt sem að við áttum saman. Vildi gjörsamlega byrja alveg uppá nýtt. Ég og börnin mín tvö fluttum hérna inn, og ég bjó til matarborð fyrir þau úr pappakassa, og svo áttu þau tvo litla stóla sem þau sátu við og borðuðu kvöldmatinn sinn. Við vorum með eitt lítið sjónvarp, svo að þau gátu horft á teiknimyndirnar sínar.

Við sváfum á gólfinu í viku, áður en við gátum fengið hjálp til þess að ná í rúmið okkar. Svo sváfum við öll saman í rúminu mínu í heilt ár, þá átti ég nógu mikinn pening til þess að kaupa fyrir þau koju og gat loksins gert herbergið þeirra flott. Við höfum tvö svefnherbergi, og mitt svefnherbergi er með skáp sem ég get labbað inní. Þegar ég keypti kojuna fyrir þau, þá gaf ég þeim mitt svefnherbergi, og ég fékk litla herbergið. Þau eru búin að hafa gaman af því að leika sér í stóra herberginu, og sérstaklega í skápnum, sem er einst og lítið herbergi útaf fyrir sig.

Svo hitti ég manninn minn, og fjórum mánuðum síðar flutti hann inn með stelpunum sínum. Við sóttum um þriggja herbergja íbúð, og okkur var neitað af því að við þénuðum of mikinn pening samtals. Fyndið, því að við vorum bæði að þéna ágætis pening, en ekki það mikinn pening að hann var of mikillSideways Stundum virkar Ameríka afturábak, í staðinn fyrir að virka rétt.

Og núna erum við trúlofuð, búin að búa saman í meira en ár, og hann var að kaupa fyrir okkur ný húsgögn. Ég er búin að reyna núna síðasta hálftímann að setja inn myndir hér, svo að ég geti nú sýnt ykkur stofuna og eldhúsið mitt FYRIR og EFTIR, en því miður þá gengur það ekki neitt. Þannig að ég er bara búin að setja þær hér inn í myndaalbúm, og það kallast fyrir og eftirWink Einhverra hluta vegna gat ég fært myndirnar inní myndaalbúm hér á blogginu, en ekki sett þær inní sjálfa færsluna mínaAngry Þó svo að ég sé ein af þeim sem gefst ekki upp auðveldlega, þá verð ég að fara og ná í börnin mín núna í skólann, þannig að þið hafið vonandi ekkert á móti því að skoða myndirnar hér í myndaalbúminu mínu í staðinn.

Þar sem ég sit hér og horfi í kringum mig, þá er mér gráti nær hvernig lífið mitt hefur breyst mikið á jákvæðan hátt. Frá því að flytja hérna inn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og þangað til núna, þá hefur lífið mitt og barna minna breyst til hins betra. Við bjuggum með mínum fyrrverandi, sem var ofbeldishneigður, drykkfelldur, og skapstór. Við bjuggum við óöryggi, okkur leið aldrei sem fjölskyldu með honum, og við vissum aldrei við hverju væri að búast dags daglega. Eftir að við fluttum bara við þrjú þá fór okkur virkilega að líða vel, við vorum örugg, okkur fannst við ekki þurfa að passa okkur á hvað við myndum segja eða gera. Við vorum fjölskylda, bara við þrjú.

Svo bættist önnur fjölskylda í hópinn, þau voru líka vön að vera fjölskylda, bara þau þrjú. Einhvern veginn smellpössuðu þessar tvær fjölskyldur saman. Við vorum eins og tvö púsluspil, sem vantaði alltaf nokkur púsl til þess að hægt væri að ljúka þeim. Núna er púsluspilið púslað, og við erum búin að setja það inní ramma og hengja uppá vegg lífsins. Hér ríkir friður, ró, og ástin blómstrar. Hamingjan er auðsótt, en vegurinn til hennar er oftast nær erfiður. Vegurinn innifelur margar hraðahindranir, króka, og beygjur. Hamingjan felst í trausti, ást, og harðri vinnu, því að ekkert er auðvelt í lífinu. Sum okkar þurfa að ferðast lengur á veginum, en flest okkar komast á staðarenda einhvern tímann í lífinu.

Já, ég er gráti nær þegar ég horfi í kringum mig, en tárin eru ekki sorgmædd heldur hamingjusömSmile Kossar og knús til ykkar allra og megið þið sóla ykkur í hamingjunni sem ríkir í ykkar lífiKissing

P.S. Maðurinn minn færði mér demants eyrnalokka í gær, just because. Ekki nóg fyrir hann að kaupa fyrir okkur ný húsgögn, hann þarf líka að gjörspilla mér. Það er allt í lagi, ég get sko alveg vanist því að vera spilltInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Vá, engin smá breyting, ég elska borðið og stólana. Ekkert smá flott og svo demantseyrnarlokkar í þokkabót :)

 Til hamingju með lífið og tilveruna

Knús 

Kolla, 27.3.2007 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, þetta eru rosalega flott húsgögn! Til hamingju, elskan.

Gætir þú nokkuð sent mér e-mail addressuna þína ... er með smá fyrirspurn til þín! Netfangið mitt er gurri@mi.is 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 23:02

3 identicon

Þetta er alveg æðislegt að sjá - innilega til hamingju með "nýju íbúðina" - ég get vel trúað að mikil hamingja ríki á heimilinu ykkar. Og á meðan vellíðanin og ástin og traustið eru í toppi þá er rósrauða skýið ykkar.

Njóttu spillingarinnar - þú átt hana skilið. Bestu kveðjur til ykkar allra og hamingjuóskir. Kossar og knús til þín

p.s. - svo ég geri eins og Gurrí, þá bendi ég á emailið mitt sem stendur fyrir neðan myndina á blogginu mínu ... en ég hef enga fyrirspurn... alla vega ekki ennþá.

            Til hamingju aftur með flotta íbúð! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:27

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Til hamingju með þetta allt saman!!!  Þetta er æðislegt!  Ég gæti sko alveg hugsað mér að sökkva mér niður í þessa djúsí sófa!  Verst að þegar við Óli getum látið verða af því að koma í heimsókn er ég hrædd um að það verði erfitt að ná honum upp úr þeim - hann er nefnilega vanur að sofna ALLTAF þegar hann kemst í tæri við svona dýrðlega sófa, að ekki sé nú talað um hægindastóla!  Og, Bertha elskan....Diamonds are a girls best friend!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 08:17

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Takk elskurnar mínar Ég er svaka ánægð með þetta allt saman, mublurnar, demantana, og lífið bara í heild. Ég hef nú ekki yfir miklu að kvarta þessa dagana, og ég er hamingjusöm yfir því.

Gurrí mín, ég sendi þér tölvupóst með netfanginu mínu, en hér er það fyrir ykkur öll, berjamo@hotmail.com Já, það var alltaf svo gaman í berjamói þegar ég var lítil að ég valdi þetta netfang fyrir 12 árum eða svo, Guð minn góður, ég er að verða gömul...

Kossar og knús til ykkar allra frá mér

Bertha Sigmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 14:54

6 identicon

Æjj vá ekkert smá flott nýju húsgögnin þín !! Til hamingju  Ohh mig hefur alltaf langað í svona hringlóttan kertastjaka sem þú átt á veggnum þínum...er alltaf að sjá þetta á netinu... Vona að ég sjái svona hérna á íslandi svo ég gæti keypt

Svo eigum við alveg eins gólflampa híhí....

Notaru MSN ? Ætla þá að ath hvort ég mætti adda þér hehe....

Allavega....til hamingju með allt. Gott að þú sért hamingjusöm

Knús og koss...Mel

Melanie Rose (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 20:31

7 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Elsku Mel

Endilega bættu mér við í msn hjá þér, emailið er hér fyrir ofan, ég nota sko msn oft. Maðurinn minn keypti fyrir mig svona vefmyndavél, og ég tala við frænda minn í Svíþjóð all the time. Mér finnst geðveikt að hafa tölvu til þess að halda sambandi við ættingjana, sem að núna búa ekki bara á Íslandi, heldur Svíþjóð, Danmörku, og stundum á Ungverjalandi.

Íslendingar eru ferðafíklar, ekki satt??? Endilega bættu mér við, ég vona að við getum þá spjallað bráðlega. Knús til þín, og ykkar allra

Bertha Sigmundsdóttir, 28.3.2007 kl. 22:03

8 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 28.3.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband