Einn dagur þangað til...

... nýju húsgögnin koma heimW00t Ég vona að þeim eigi eftir að líka við nýja heimilið. Hér þurfa þau ekki að berjast fyrir athygli, eru ekki að keppast við önnur húsgögn, og þurfa ekki að gráta þegar vinir þeirra eru ættleiddir í staðinn fyrir þau. Ég er búin að gera allt tilbúið fyrir þau á nýja heimilinu þeirra. Er búin að taka til í herberginu þeirra, er búin að kaupa myndir fyrir þau til þess að horfa á, og er búin að ákveða hvar þau eiga að vera. Allt er klappað og klárt, ég vona að þau séu eins spennt og við...

Hér er bara skýjað í dag, sem er gott mál í mínum augum. Við erum búin að færa tölvuna, þannig að núna sit ég við gluggann og skrifa. Núna heyri ég í fuglunum tala saman, ætli þeir séu að ákveða hvað verði í morgunmat, ormar eða laufblöð? Svo sé ég falleg tré sem eru byrjuð að blómstra, sem betur fer, því ég hef ekki mikinn áhuga á að sjá kallinn á móti mér drekka kaffið sitt í nærbuxunumUndecided

Við erum komin með nýja mús, hún er grá og svört, og hún er ekki með neinn hala. Hún situr bara róleg ofan á músadömubindinu (bara að þýða beint, ekki vera fúl útí migBlush), og bíður eftir að ég strjúki henni. Svo horfa börnin á imbann, El Tigre, sem er mexíkanskt tígrísdýr, eða drengur, ég skil þetta ekki alveg. Hvað þá SpongeBob, er hann sýndur heima? Ég hata SpongeBob, ég er að nota orðið HATA, mér finnst hann svo ruglaður og leiðinlegur, en þetta er þvílíkt uppáhald hjá krökkunum. Af því að mamma HATAR SpongeBob, þá fá þau kannski að horfa á hann tvisvar í viku, og þá kemur þessi þvílíka hamingja yfir þau...

Ég tók FYRIR myndir af heimilinu á Föstudaginn, og svo á morgun eftir að nýju börnin mín koma heim, þá skal ég taka EFTIR myndir. Síðan set ég þær hér inn svo að þið getið séð hvað ég er búin að vera að tala um. Mér líður eins og að ég sé í Home Improvement þætti, hér í sjónvarpinu eru örugglega tuttugu mismunandi þættir þar sem einhver kall/kona útí bæ þykist vera Master home improver. Svo kemur þetta fólk, rekur þig út, og umturnar heimilinu þínu á einum degi, eða hálfum degi, eða kannski bara klukkutímaShocking Svo standa eigendurnir og segja VÁ, en flott, en eru virkilega að hugsa, hvað gerðirðu við allar myndirnar mínar af langalangaafa, eða listaverkinu sem ég keypti í Mexíkó, þegar ég var nítján ára og nýútskrifuð... Já, ekki er öll vitleysan eins, en ég tel mig sko eins góða, ef ekki betri MASTER þegar kemur að því að umturna mínu eigin heimili! Og hananú sagði hænan og lagðist á bakiðSideways

Jæja, ég ætlaði bara að skrifa tvær línur, ekki tvöhundruð, en ég hef víst þvílíkt mikið að segja. Kannski er það útaf þremur diet kókunum sem ég er búin að drekka, drekk ekki kaffi, bara diet kók, en ég fer kannski að slaka aðeins á, áður en ég skrifa aðrar tvöhundruð línur. Ókei, núna er ég virkilega farin, þarf að fara og gefa krílunum diet kók, nei, Guð minn góður, ég meina Cheerios. Bæ í bíl, nei, í biliUndecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það verður rosalega gaman að sjá FYRIR og EFTIR myndirnar hjá þér. Gerist þetta á morgun, mánudag? 

Knús í hitann í útlandinu! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já, á morgun koma nýju börnin mín heim!!!! Get ekki beðið, set inn myndir um leið

Bertha Sigmundsdóttir, 25.3.2007 kl. 17:04

3 identicon

Ég held að kallinn að drekka kaffið sitt í nærbuxunum hafi haft svona lengjandi áhrif á skrif þín, að þú hefur alveg ruglast

En langt eða stutt ... þá er alltaf gaman að líta hér við. Ég segi ekki að maður sé eins og dópari sem kíkir á bloggsíður vina sinna til að fá skammtinn sinn... eða jú annars ... þetta eru svo yndislegir vinir sem ég hef eignast hérna að mér finnst eins og ég þurfi að lesa allt til að missa ekki af neinu. Ég elska að eiga marga vini ...

Músadömubindi ... now that sounds interesting.... - er markaður fyrir það? 

Og prófaðu líka Cheerios á morgnana og í stað mjólkur út á - notaðu diet kók...  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:49

4 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já, ég er sammála þér, Doddi minn, þetta er eins og hálfgert dóp, að lesa bloggið sitt. Ég verð að fara að prufa diet kókið á Cheerios á morgnana, það hljómar sko vel.

En þetta með músadömubindið, mouse pad semsagt á góðu bandarískunni... mér finnst oft fyndið að þýða beint yfir, því það er oft frekar fyndið þegar maður þýðir orðin beint

Ég þakka þér kærlega fyrir vinskapinn hér á netinu, mér finnst alltaf gaman að sjá hvað vinir mínir hér hafa um lífið að segja, kossar og knús

Bertha Sigmundsdóttir, 26.3.2007 kl. 02:07

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 26.3.2007 kl. 08:26

6 identicon

Duh! Mér finnst ég vera svo stupid að hafa ekki fattað "Mouse pad" ... damn Doddi - ding ding ding fattari!! Góður, Bertha!

Engu að síður, þú færð aftur

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 20:05

7 Smámynd: Kolla

Var að skoða myndirnar. Geggjað flott hjá þér

Knús og klem

Kolla 

Kolla, 27.3.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband