Hollywood gleymdi okkur...

...ég skil þetta bara ekkiFrown Enginn búinn að hafa fyrir því að bjóða krökkunum mínum til Hollywood, allaveganna ekki í þetta skiptið!!! Annars er ég bara sátt við það, bjóst nú ekki við því að einhver myndi hringja í okkur í fyrsta skiptið sem að við prufuðum eitthvað svona.

Í staðinn var bara vorhreingerning. Ég pantaði kall til þess að koma og þrífa teppið hjá okkur, sem var frekar skítugt því það er svo mikið ryk hérna á þriðju hæð. Teppaþrífarinn (bein þýðing, haha) stóð sig svona vel, og teppið lítur út eins og við séum nýflutt hérna inn. Síðan tókum við til á svölunum, í herbergi stelpnanna, og svo í herberginu okkar.

Ég þreif allt rykið, sem var búið að gera sér heimili í öllum krókum og kimum, sprautaði og pússaði alla glugga (núna geta Peeping Tom´s virkilega kíkt á okkur), færði mublur til og frá, kastaði rusli sem var fullmikið eftir þessu blessuðu börn, og gekk svo frá öllu sem ég var búin að færa til.

Maðurinn minn er búinn að splæsa í nýjar mublur fyrir okkur, nýtt sófasett og nýtt eldhúsborð með þessum flottu stólum, og þetta verður afhent á Mánudaginn. Þannig að við ætluðum að nota helgina í þessi vorþrif, en Bertha brjálæðingur var sko ekki að nota þrjá daga í eitthvað sem hún gat gert á einum degiWink 

Ég er líka að borga fyrir það í dagFrown Krakkarnir vita ekki að við séum að fá ný húsgögn á Mánudaginn, þannig að þegar þau koma heim úr skólanum þá verða þau ekkert smá hissa. Ég færði eldhúsborðið inní herbergið hjá stelpunum, þær geta notað það sem skrifborð. Svo settum við tölvuna mína á borðið, og ég setti hillu við hliðina svo að skóladótið geti farið þar. Þær voru svo ánægðar með að hafa borð inni hjá sér, en ég var þvílíkt að plata þær, sagði að við getum leyft borðinu að vera inni hjá þeim yfir helgina, en ég mun taka það út á Mánudaginn, því að okkur bráðvantar eldhúsborð, ekki satt????

Svo færði ég bókahilluna inní herbergið hjá Kalla, og svo var ég líka með hillur inní eldhúsi fyrir ávexti og kokkabækur og svoleiðis, ég færði hana líka inní herbergið hans Kalla mínum (sem er líka okkar Tim´s herbergi, þannig að við erum öll að deila herbergi). Þegar allir gluggar voru gljáandi, teppið mjúkt og hreint, húsgögn komin á sitt nýja heimili, rykið farið til rykahimnaríkis, og búið að stynga skemmtunartækjunum í samband, þá var loksins sest niður og slakað á.

Eftir sturtuna var spilaður Veiðimaður við þá yngstu og við lásum tvær bækur saman. Svo horfði ég á imbann í tíu mínútur og svo rotaðist ég útaf. Ég og maðurinn minn vorum að frá sólkomu til sólseturs, gjörsamlega. En, ég get sagt ykkur það að vakna í dag og labba um glænýju, hreinu íbúðina mína er GEÐVEIKTW00t

Þá er helgin komin með sínar vanaskyldur. Núna á eftir er það Jazzballet með Mikaelu. Síðan erum við tvær að fara að versla smá, og síðan ætlum við að hitta kennarann hennar og fara útí lunch. Kennarinn hennar er æðisleg, hef ég nokkuð minnst á það áður (hahaha), og hún ætlar að sýna mér einn stað í dag þar sem að systir hennar gifti sig. Þetta er mjög flottur staður ef hægt er að dæma frá netinu, þannig að ég hlakka mjög mikið til að sjá hann.

Þetta er æðisleg tilfinning að vera að plana brúðkaup. Á meðan ég var ein, eftir að fara frá fyrrverandi manninum mínum, þá hugsaði ég oft til þess hvort að ég myndi einhverntímann finna ást aftur. Og viti menn, ég fann hana, eða ástin fann mig. Ég er búin að vera trúlofuð núna í tvær vikur, og ég get sagt ykkur það, að ég trúi því ekki ennþá. Þetta er svona svipuð tilfinning og þegar ég horfi á börnin mín, þá hugsa ég oft með mér, hvenær varð ég mamma? Það er oft ótrúlegt að horfa á lífið sitt og sjá hversu ótrúlega yndislegt það er. Að eiga börn er kraftaverki líkast, þau eru besti hluturinn af manni sjálfum, og ástin sem að fylgir þeim er ólýsanleg. Sem bónus þá hef ég ást frá yndislegum manni. Ef að ég gæti gefið öllum 1% af þeirri ást sem að ríkir hér á mínu heimili, þá mynduð þið springaGasp 

Ég hef upplifað svarta ást, þar sem að marblettir og ljót orð voru í fyrirrúmi. Ég hef upplifað afbrýðissama ást og ást sem hélt framhjá. Ég hef upplifað lygaást, og ást sem segir mér að ég sé of feit. Eftir allar þessar ástir, þá hef ég loksins fundið góða ást, trygga ást, ást sem er hreinskilin og lygalaus. Rauða ást, sem kveikir í mér svo heitan eld að mér hitnar í framan. Ást sem er svo sterk að enginn og ekkert getur brotið hana.

Ég er virkilega þreytt í dag eftir öll þrifin í gær, en ástin sem ríkir í þessu húsi styrkir mig. Vonandi þýðir það þá að ég hafi næga orku til þess að gera það sem gera þarfErrm Njótið helgarinnar, kæru vinir, og njótið ástarinnar sem ríkir á ykkar heimili, þó svo að kannski sé það bara ástin fyrir ykkur sjálfum. Ég veit það eftir slæmar reynslur, að ef ég elska ekki sjálfa mig útaf lífinu, þá get ég ekki ætlast til þess að einvher annar elski mig útaf lífinu.KissingKnúsKissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh svo gaman að vera svona ástfanginn  Æðislegt að þú sért búin að finna sönnu ástina  Iss...þau eiga nógan tíma til að meika það í Hollywood híhíh..... Bara búið að vera hörkupúl hjá ykkur að taka til  Og til hamingju með nýju mublurnar á mánudaginn !! Ohh svo gaman  Hafðu það gott það sem eftir er helgarinnar.

Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið er gaman að lesa um hvað líf þitt hefur greinilega breyst! Gott hjá þér að rífa þig lausa frá "ást" sem var engin alvöruást! Það væri gaman ef þú tækir myndir á mánudaginn af nýju húsgögnunum og settir á bloggið ... Mann dauðlangar að fylgjast með öllu hjá þér! 

Vertu bara fegin að Hollywood gaf ykkur grið í bili ... að vísu eru kannski peningar í þessu þarna úti en ég held að það sé líka margt neikvætt ef maður passar sig ekki. Held reyndar, miðað við það sem ég hef lesið frá þér, að þú sért manneskja til að standast ýmsar raunir og koma standandi niður á fæturna! Hehehheehe! Eigðu dásamlega helgi!

Kær kveðja úr roki og rigningu á Akranesi!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:47

3 identicon

Ég er virkilega þreyttur en eftir allt aðra hluti...

En ástin sem þú upplifir núna er yndisleg, elsku dúllan mín. Njóttu hennar út í ystu æsar og njóttu hennar þar til þið skipist á gómi saman á elliheimili... því ástin eins og þú lýsir henni er eitthvað sem maður á aldrei að sleppa.

Þú ert ótrúlega dugleg!!!

Kossar og knús frá Akureyri,    Doddi 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Hæ Bertha Óli frændi hér gott að vita að Tim vann málið sýnist mjög sanngjarnt. Líka gaman að heyra að veiðimaðurinn er spilaður í Ameríku. Spila hann oft við Sesselju hún vinnur næstum alltaf þó ekkert sé gefið eftir. Hún hefur spilagenin frá afa sínum held ég. Heyri í þér vonandi fljótlega á msn.

Kveðja frá Sverge.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 08:18

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Takk fyrir allesammen að nenna að skrifa hér hjá mér. Ég bíð alltaf spennt eftir að kveikja á tölvunni, bíða eftir að hún vakni, fái sér kaffisopa, og vaknar loksins til þess að sýna mér öll gullkornin sem hún hefur að geyma.

Ég bíð spennt eftir að blogg síðan mín opnist (þó að ég sé með DSL, sem er það hraðasta, þá er blessuð talvan aldrei nógu hröð fyrir mig), svo scrolla ég beint niður á athugasemdirnar, og viti menn, þær eru fjórar.

Svo les ég þá fyrstu, aðra, þriðju, og fjórðu, og er svo hlý að innan og kát að utan eftir að lesa öll skemmtilegu orðin frá vinum mínum á blogginu!!!! Mér finnst gaman að einhver nenni að fylgjast með mínu litla lífi hér í Ameríku, og er þakklát fyrir að einhver nenni að fylgjast með mér.

Þó svo að mér finnist mitt líf lítið, þá er það það auðvitað ekki. Eftir að ég er búin að lesa athugasemdirnar, þá get ég ekki beðið eftir að skoða bloggvinina mína, og sjá hvað hefur dregið á daga þeirra síðan í gær...

Takk fyrir athugasemdirnar, kæru vinir, þær eru mér mjög mikilvægar

Bertha Sigmundsdóttir, 25.3.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband