Í fríi frá hitanum...

...loksins komin rigning. Þá fá blessuðu blómin og trén að drekka og við mannblómin fáum að anda. Þvílíkur munur á hitastiginu, breytist alveg um 20 gráður Fahrenheit. Þá fara börnin sæl í stígvélum í skólann og með regnhlífarnar með sér, svaka kát. Ég og maðurinn minn fórum saman í lunch í dag og kíktum svo á nýja sófa, því að hann er að fara að kaupa svoleiðis fyrir okkur. Hann keypti líka fyrir mig Friends Season 2, af því ég er byrjuð að safna þeimHeart

Ég er mikið búin að vera að spá í hvað það þýðir að vera sterk/sterkur? Dagurinn í gær var mjög erfiður fyrir mig, verkirnir að gera útaf við mig, tilfinningunum skrúfað í botn, þolinmæðin engin, og tárin streymandi. Mér fannst ég ekki sterk í gær, heldur frekar aumingjaleg. Spurningin sem glaumar í hausnum á mér er, af hverju er ég ekki nógu sterk?

Ég er að mestu leyti komin á sáttarstigið, ég sætti mig við það að það sem eftir er lífsins mun ég lifa með MS sjúkdóminn, en auðvitað er von að einn veðurdaginn verði lækning fundin fyrir honum. Inná milli kemur samt reiðin, vonbrigðin, kvíðinn, og sársaukinn. Veruleikinn er stundum fullmikill, sérstaklega á hverjum morgni þegar ég vakna með þessa hrikalegu verki, og á daginn þegar ég sprauta mig með lyfjunum. Sá veruleiki að á hverjum degi það sem eftir er á ég eftir að upplifa þessa verki og þessar sprautur er stundum fullmikill. Af hverju er ég ekki nógu sterk?

Styrkleiki kemur í mörgum myndum, ekki satt? Stundum í mynd barna, mynd maka, eð mynd vina. Stundum í mynd foreldra, mynd ættingja, eða mynd ókunnugra. Við sækjum okkar styrk til okkar nánustu. Þegar ég segi að styrkleikur kemur í mörgum myndum, þá meina ég aðallega að okkar persónulegur styrkleiki er oft miðaður við fólkið í kringum okkur.

Í gær gat enginn styrkt mig, ég var gjörsamlega búin á því. Minn eiginn styrkleiki, eins lítill og mér fannst hann vera, hjálpaði mér samt í gegnum daginn án þess að draga makann og börnin niður með mér. Hann hjálpaði mér með að aðstoða börnin með heimalærdóminn, að elda, að koma börnunum í rúmið. Minn eiginn styrkleiki leyfði mér ekki að setjast inn á einhvern bar og drekka allann daginn, hann leyfði mér ekki að grenja allann daginn, hann leyfði mér ekki að öskra og blóta allann daginn.

Gerir það mig sterka að komast í gegnum daginn þó svo að mér líði eins og aumingja? Er ég sterk ef ég held áfram með mína ábyrgð þó svo að ég sé drulluþreytt að sinna ábyrgðinni? Er ég sterk ef ég kem mér framúr rúmi, þó svo að mig langi til þess að liggja í rúminu allan daginn? Get ég verið sterk án þess að gera mér grein fyrir því?

Sumir eru sterkir líkamlega, á fullu í líkamsræktinni, hraðir á hlaupum, sterkir að lyfta. Aðrir eru sterkir andlega, sjaldan niðurdregnir, oftast nær hamingjusamir, daglega með bros á vörum sér. Enn fleiri eru bæði líkamlega og andlega sterkir. Enn, enn fleiri eru að þykjast vera sterkir, skiptir ekki máli hvort þeir eru að reyna að sýnast líkamlega eða andlega sterkir. Við flest tilheyrum sennilega þykjustu hópnum, við eigum flest okkar slæmu daga.

Mitt álit er að svo lengi sem að við komust í gegnum slæmu dagana, án þess að ýta okkar nánustu í burtu frá okkur, án þess að leggjast í algjört volæði, og án þess að gefast upp, þá eigum við skilið þann titill að vera sterkW00t Eða þann titill að vera mest þrjóskJoyful 

Á meðan ég geng í gegnum slæman dag, þá er erfitt að sjá sjálfa mig í sterku ljósi. Þegar sjálfsvorkunin steypist yfir mig, þá er erfitt að sjá í gegnum tárin. Þegar verkirnir dúndra á mér eins og haglél, þá er erfitt að verja sig. Þegar líkaminn er tilbúinn að gefast upp, þá er erfitt berjast ekki á móti. Þegar litið er tilbaka næsta dag, þá er auðvelt að sjá að ég gafst ekki upp. Ég sá í gegnum tárin, haglið, og þreytuna. Ég sá ljósið í lok ganganna, þó að það var niðamyrkur í göngunum.

Kannski er ég nógu sterk? Eða ein af þeim þrjóskustu í veröldinni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Styrkurinn felst í mismunandi hlutum. Mér finnst þú hetja að vera að glíma við þennan sjúkdóm - það er eðlilegt að maður eigi slæma daga, en almennt séð er það held ég mjög rétt álitið hjá þér að styrkurinn felst mikið í því að geta átt vondu dagana og komist í gegnum þá án þess að hafa gert á hlut einhvers. Þú ert sterk - og svo áttu greinilega sterkt fólk í kringum þig. Það er alltaf besti bónusinn!

Prófaðu þennan link varðandi lögin sem þú spurðir um ... :

http://www.keithm.utvinternet.com/Helsinki2007.htm  (copy paste...) 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 23:51

2 identicon

Skrollaðu niður síðuna sem birtist og það eiga að birtast nöfn landa og með linka á vídeó og mp3 fæla ... hægri smelltu á mp3 táknin og downloadaðu! ... láttu mig vita hvort þetta virkar....

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: Kolla

Þínir daglegu erfiðleikar eru bara til að gera þig sterkari, þú ert komin þetta langt þá kemstu lengra og þú veist það.  Þú ert sterk sem tekst á við þennan sjúkdóm með fjögur yndisleg börn og rík sem á þessi fjögur yndislegu börn og mann sem stiður þig. Ekki gefast upp!!!

Allir þurfa á nokkrum dögum á ári að halda þar sem við leggjumst í bælið og vorkennum sjálfum okkur, ég held að það sé holt fyrir sálina þar sem við fáum kanski eitthvað af þessum innbigða sársauka út.

Baráttuknús

Kolla 

Kolla, 21.3.2007 kl. 00:05

4 identicon

Knús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband