19.3.2007 | 16:48
Ballett, heimsóknir, og auglýsingaherferð!!!!
Helgin mín in a nutshell Laugardagurinn var brjálaður. Ég fór með Mikaelu í jazzballett um morguninn, og hún er orðin svo fín ballerína að það hálfa væri nóg. Síðan fórum við tvær stöllurnar útí búð og þar var kona sem kom upp að mér alveg óð, og spurði mig hvort að þetta væri dóttir mín. Ég játaði því nú, og þá biður hún mig um að koma með hana næsta dag í módelprufu fyrir fyrirtækið hennar. Hmmmmmmmm...
Ég verð nú að segja sem satt er, að ég hef oft spáð í það að setja börnin mín útí auglýsingar og svoleiðis, sérstaklega af því að þau myndast svo vel, en hef aldrei gert neitt í því áður. Þannig að ég og Tim töluðum um þetta og ákváðum að prufa að fara með öll börnin á Sunnudeginum. Allaveganna, eftir búðarferðina, þá var kennarinn hennar Mikaelu búin að bjóða henni og Kalla í heimsókn til sín.
Kennarinn hennar heitir Ms. Duong og er hún æðislega fín. Hún var kennarinn hans Kalla þegar hann var í fyrsta bekk, og hún var svo góð við hann og hugsaði svo vel um hann. Hann átti soldið erfitt í Kindergarten, og svo í byrjun 1. bekks vegna skilnaðarins. Hann sýnir verri hegðun þegar hann er í kringum pabba sinn, og er það aðallega vegna óöryggisins sem hann finnur fyrir þegar pabbi hans kemur aftur inní lífið hans (Helv.... aumingi.......)
Ójá, kennarinn, hún er GEÐVEIK. Ég og hún erum orðnar ágætis vinkonur, og er hún eini kennarinn sem ég þekki sem að bíður nemendum sínum heim til sín í hádegismat. Síðasta sumar bauð hún líka krökkunum mínum með sér tvisvar, einu sinni útí park, og í annað skipti í vatnsgarð með rennibrautum og allskonar fjöri. Semsagt, yndisleg. Krakkarnir voru hjá henni í nokkra tíma, og svo eyddum við afganginum af Laugardeginum í afslöppun.
Á Sunnudagsmorgninum gerðum við okkur öll tilbúin, og verð ég að segja sjálf að krakkarnir mínir voru öll svo sæt. Mikaela var í rauðum kjól með tíkó, Kalli var í gallabuxum og rauðum póló bol, og tvíburarnir í gallabuxum og sætum stuttermabolum með mynd og glitri framan á. Ég gleymdi alveg að taka mynd af þeim, geri það bara næst. Síðan héldum við afstað til Hollywood...
...í huganum, því að við keyrðum bara til San Mateo, sem er rétt fyrir neðan San Fran. Svo finnum við þennan stað, og við sjáum bara foreldra eftir foreldra streyma innum dyr vonarinnar! Þarna voru samankomin börn á öllum aldri, öllum kynþáttum, og öllum fríðleika Ég verð nú bara að segja sem satt er, að auðvitað voru börnin mín fjögur langfallegust
Svo er mér gefin form til þess að fylla út, og við bíðum bara í röð. Börnunum er öllum gefnar línur til þess að lesa, og þau gátu valið milli þriggja möguleika. Mikaela fór fyrst. Hún tekur við míkrófóninum (rétt íslenska, er það ekki...) og brosir sætt og les svo auglýsinguna. Þegar hún var búin klöppuðu allir og hún brosti pent. Síðan kom hún hlaupandi til mín og hún var svo stolt af sjálfri sér. Svo var komið að Kalla, hann las línurnar sínar bara og brosti svo fínt. Hann var meira feiminn en Mikaela, eins og venjan er. Hann var samt mjög stoltur af sjálfum sér. Síðan var það Jasmine, hún var mjög góð og fyndin líka. Síðan var hún beðin um að bíða á meðan Janae las sínar línur. Janae umturnaðist í þennan brjálaða táning með þessa þvílíku stæla, og hún var ekkert smá fyndin. Svo voru þær báðar beðnar um að segja We love McDonalds, saman fyrir framan myndavélina.
Svo fórum við í aðra röð og töluðum við konu sem tók við umsókninni og myndunum af börnunum. Það fyrsta sem að hún spurði krakkana var hvernig þeim gengur í skólanumFrábært segi ég nú bara, ég var sko mjög ánægð að heyra það. Síðan talaði hún við krakkana aðeins og svo við mig, og hún hafði ekkert nema gott um börnin mín að segja. Hún tók eftir sjálfstraustinu, sagði mér að þau öll litu beint inní augun á henni, og voru með traust handtak. Þetta fór allt saman mjög vel, og núna bíðum við bara frammá Miðvikudag til þess að heyra frá þeim.
Ég býst nú ekki við að það verði hringt í okkur, af því að börnin mín eru ekki með neina reynslu, og það voru svo margir krakkar þarna. Ég var búin að tala við krakkana um að þetta væri allt bara uppá gamanið að gera. Ef að einn krakki kæmist áfram, þá verða allir að vera ánægðir fyrir þeirra hönd. Við töluðum um að hafa enga afbrýðissemi, og að vera ánægð með frammistöðuna, sérstaklega að hafa prufað eitthvað nýtt.
Þau svifu öll út á stóra sjálfsálitisskýinu sínu, og ég flaug stoltaþotunni minni í gegnum skýin þeirra. Þetta var mjög jákvæð reynsla fyrir okkur öll, og alveg þess virði að reyna. Það getur vel verið að ég leyfi þeim að prufa svona aftur, það er aldrei að vita hvort að þau gætu þénað pening fyrir háskóla með því að leika í auglýsingum. Eftir alla ánægjuna, þá fórum við og úðuðum í okkur ís og héldum svo heim á leið. Maðurinn minn var búinn að taka fínt til í húsinu hjá okkur, þrífa eldhúsið og baðherbergið og svo eldaði hann sitt fræga spaghetti!!!!
Overall, (þýðir bæði yfirhöfuð og smekkbuxur haha) þá var helgin mjög góð. Ég stoppaði ekki alla vikuna, hvað þá alla helgina, þannig að það er gott að geta loksins á Mánudagsmorgni sest niður fyrir framan tölvuna til þess að láta umheiminn vita af okkur. Ég er að vonast til þess að geta slakað á í dag, kannski æft smá og hvílt mig. Við sjáum bara til, kannski plata ég manninn minn til þess að fara með mig í bíó seinna
Njótið vikunnar og verið góð við hvort annað
Athugasemdir
innlitsmánudagsknúsarkvittun..
Ólafur fannberg, 19.3.2007 kl. 17:01
Vá, hvað þetta er spennandi!!! Hlakka til að vita hvað kemur út úr þessu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:17
Þetta er yndislegt að heyra, og frábært líka að sjá hvað krakkanir þínir eru að standa sig rosalega vel. Hvort sem það verður hringt aftur eða ekki, þá var gaman að prufa þetta - eins og þú sagðir sjálf - en stoltaþotan er sneisafull hjá þér - og hún má alveg vera það
Nú er ég líka að hugsa um að segja "Smekkbuxur ..." þegar ég er að meina yfirhöfuð... mér hafði ekki dottið þetta í hug og mér finnst það æði!!
Mér finnst smekkbuxur þú vera vera svo mikil dúlla!
Hilsen fra Agureyris....
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 19:50
Ohh en gaman ! Hlakka til að vita hvernig þetta fer á miðvikudaginn. Örugglega rosa gaman að gera eitthvað svona...just for the fun of it Alltaf gaman að lesa hjá þér. Ekkert smá dugleg fjölskylda sem þú átt. Hafðu það gott
Melanie Rose (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 20:44
Æiiiii takk kæru vinir. Það er svo gaman að þessu. Börnin eru voða róleg yfir þessu sjálf, ekki einu sinni búin að spyrja útí þetta smekkbuxur í dag...
Ég læt ykkur vita þegar Hollywood bankar uppá hjá okkur, hahaha. Takk fyrir að fylgjast með okkur hérna í Kaliforníunni, alltaf gaman að sjá athugasemdirnar og hlýjuna sem streymir frá ykkur öllum
Bertha Sigmundsdóttir, 20.3.2007 kl. 00:08
Verður gaman að heyra hvernig fer á morgunn
Kolla, 20.3.2007 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.