15.3.2007 | 23:39
Lögfræðings hatturinn
er tekinn til í dag. Svona í framhaldi frá því í gær, þá er ég búin að setja á mig lögfræðings hattinn í dag. Tvíburarnir mínir komu heim og því miður lentu ekki í þremur efstu sætunum. Ég sagði bara við þær að þær ættu að vera rosalega stoltar að hafa komist eins langt áfram og þær komust.
Fyrir tveimur mánuðum síðan gerðum við munnlegan samning um einkunnirnar þeirra. Samningurinn hljómaði þannig að í lok skólaársins yrðu þær að hafa meðaleinkunn uppá 3.2 (hæsta einkuninn er 4.0) Þær eru með 2 A, 3 B, og 1 C núna, sem er um það bil 3.2. Eftir að ég fæ einkunnirnar þeirra eins og þær standa núna, þá mun ég mjög sennilega hækka lokaárangurinn uppí 3.4.
Í dag er ég svo að vélrita samninginn og ætlum við allar að skrifa undir hann. Hann mun hljóma þannig að ef að þær fá meðaleinkunn uppá 3.4, eru með góða hegðun, og fá A í einkunn frá mér fyrir heimilisstörf, ásamt að passa sig á stælum (yeah right, þær eru táningar), þá er ég búin að semja við þær að ég muni borga þeim $200.00 í lok skólaársins.
Já, ég sagði sko $200.00, til beggja Ég sé það sko núna að ég þarf að fara að safna... Allir krakkarnir fá nú þegar vasapening, og svo gefum við þeim auka pening hér og þar og auðvitað fer ég með þau öll í Kringluna og leyfi þeim að versla sér eitthvað. En, 200.00 er mikill peningur hér, og þá sérstaklega fyrir 12 ára stelpur. Þær eiga eftir að getað keypt sér Ipod fyrir þann pening ef þær vilja, en við sjáum nú til.
Þannig að í dag er ég að semja samning, vélrita samning, og fá undirskriftir á samning. Lögfræðings hattinum er skartað í dag
Athugasemdir
Mér finnst þetta yndislegur hattur sem þú ert með og styð svona samninga. Fæ kannski sjálfur draftið að svona samningi frá þér, þegar ég þarf á því að halda í framtíðinni?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 02:01
Sniðug þú
Góða helgi 
Melanie Rose (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 20:19
Þetta er mjög sniðugt hjá þér.
Kolla, 18.3.2007 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.