14.3.2007 | 16:38
Mömmu hattar
Já þeir eru margir, mömmu hattarnir. Bílstjóra hattur, kokka hattur, læknis hattur, tískuhannaðar hattur, dómara hattur, reglulaga hattur, kennara hattur, hreingerningar hattur, þvotta hattur, bankastjóra hattur, og svo mætti endalaust upp telja.
Í gær var það listahatturinn sem var í fararbroddi. Hér má sjá listaverk númer 1. Þetta er Búálfa gildra. Ég og Mikaela bjuggum hana til saman og var það svaka fjör. Við lituðum, klipptum, límdum, og notuðum ímyndunaraflið á fullu til þess að búa til þessa flottu gildru. Tilefnið er írski dagurinn St. Patricks Day, sem er núna á laugardaginn kemur. Allir í 1. bekk þurftu að búa til svona gildru. Ég hélt að við ættum ekki að skila henni fyrr en á Föstudaginn, þannig að við þurftum að nota það sem var fyrir hendi hér á heimilinu, ekki hafði ég tíma til þess að hoppa útí búð eina ferðina enn, en hér sést lokaárangurinn Mikaela var ánægð, og það er það eina sem skiptir máli. (Gildran er undir pappanum og grasinu...)
Svo var það hann Kalli minn. Hann þurfti að semja ljóð um vorið og gekk það bara vel. Hann skrifaði...
In the spring the flowers bloom. I can hear the birds from my room. No more rain, but plenty of sun. The spring season is so much fun.
Hann er ekkert smá skáld hann Kalli minn. Svo skrifaði hann ljóðið á blað og svo skreytti hann það. Síðan bjuggum við til þennan flotta windsock, vindsokk? Ég veit ekki alveg hvað þetta á að vera nema að þetta á að blása í vindinum. Allaveganna, þetta var verkefnið í 2. bekk og því var líka skilað í dag
Síðast, en ekki síst, þá voru það tvíburarnir mínir. Á Föstudaginn var komumst við að því að þær myndu taka þátt í vísindakeppninni sem fer fram í dag. Þær voru beðnar af kennaranum sínum að vélrita alla minnispunkta sem þær voru með í stílabók. Þannig að ég var að vélrita í tvo tíma fyrir þær í gær. Síðan þurftum við að laga pappaspjaldið (hér til hliðar) og þurfti allt að vera vélritað á því líka. Síðan hjálpaði ég þeim með ræðuna, og í hvaða fötum þær ætluðu að vera í o.s.fr. Þetta er mjög flott hjá þeim og ég er núna að senda þeim alla mína jákvæðu orku, ég vil endilega að þær fái einhver verðlaun fyrir árangurinn, þær eru búnar að vera rosalega duglegar að vinna í þessu verkefni
Já, hattarnir eru margir sem við mömmur berum á höfði okkar. Ég er enn heima við vegna veikinda, en ég get sagt ykkur það að vinnan mín hér heima við er miklu erfiðari en nokkur vinna sem ég hef haft í gegnum árin. Í gær var ég að nonstop frá 15-23. Að hjálpa til með verkefni, elda mat, rjúka af stað með Kalla í leikfimi, koma heim og hjálpa meira til með verkefni, setja ný lök á rúmin, gefa Mikaelu bað, koma öllum verkefnum ofan í bakpoka, ganga frá öllu ruslinu sem var úti um allt gólf eftir öll þessi verkefni, koma öllum uppí rúm, og svo loksins gat ég sest niður
Já, þessir hattar eru ekki auðveldir viðkomu, en þeir eru rosalega flottir á höfði okkar
Athugasemdir
Börnin þín eru greinilega ekki bara sæt, heldur líka klár Vona að tvíburarnir fái verðlaun! Þær eiga það greinilega skilið.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 18:16
Já, það er alveg rétt hjá þér. Það að vera mamma er ekki bara eitt hlutverk heldur mörg, fjölbreytt og yfirleitt alltaf skemmtileg. Auðvitað á maður ekki að þurfa að vera heima vegna veikinda til að geta einbeitt sér að mömmuhlutverkunum. Það ættu allir að geta átt það val en eins og við vitum er móður- og húsmóðurhlutverkið mjög vanmetið og ég gleymi aldrei upplitinu á vinnufélögum mínum (kvenkyns N.B.!) heima eitt sinn þegar ég sagðist alveg geta hugsað mér að vera heimavinnandi húsmóðir að atvinnu. Þar með var ég orðin gjörsamlega metnaðarlaus kona og hef síðan ekki sagt þetta upphátt. Nú hef ég verið atvinnulaus síðan ég flutti hingað til Svíþjóðar, þangað til nýlega og var svo heppin að fá vinnu þar sem ég ræð mínum vinnutíma mikið til sjálf og ég er alsæl. Er ekki í neinum vandræðum með að skutla stelpunum mínum í sund, ballett, dans, tónlistarskóla og allt hitt án þess að hreini þvotturinn safnist í hauga! Allt hefur sinn tíma og yfirleitt ekkert sem tekur tíma frá einhverju öðru.
Óskaðu krökkunum til hamingju með þessi flottu verkefni frá okkur!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 19:51
Fyrir jafn hárprúðan mann eins og mig (pssst... ég er nær-sköllóttur), þá er derhúfan vinsæl. En þeir eru jú ansi margir hattarnir sem fara á mann ... góð líking!
Virkilega flott hjá krökkunum þínum og greinilega afar klár og myndarleg. Ég get varla beðið sjálfur eftir að upplifa svona ... og þá skal ég lofa því að blogga um það hér ... (pssst: ég mun samt ferma á næsta ári, þar sem dóttir Veigu unnustu mun fermast þá ... ) hmm... verð búinn að ferma þrisvar áður en nánustu vinir og ættingjar gera það einu sinni (þ.e. þeir sem eru á aldri við mig) ... án þess að vera blóðfaðir sjálfur. Vonandi næ ég svo að ferma aftur í kringum 2022-2025...
Af hverju fór ég að tala um fermingar?
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:02
Vá hvað þú átt dugleg börn ! Og þú ekki síður....alveg hörku mamma Vona að tvíburarnir vinna verðlaun
Melanie Rose (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:32
Bara nóg að gera hjá þér. Verkefnin voru rosa flott og ljóðið var bara æðislegt.
Bestu kveðjur
Kolla
Kolla, 14.3.2007 kl. 21:20
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir baráttukveðjur til tvíburanna, þær fá að vita á morgun hvort þær komust í efstu 3 sætin, en þau sæti fá verðlaun. Ég sagði þeim að ég er stolt af þeim að komast í úrslitin, og að í mínum augum eru þær nú þegar búnar að vinna En, auðvitað uppá sjálfsálitið og hamingjuna að gera þá vona ég þeirra vegna að þær vinni.
Guðríður - takk fyrir hrósin, ég er sko mjög stolt af þeim!!
Elsku Heiða mín, ég gæti ekki verið þér meira sammála að móðurhlutverkið er eitt af því mikilvægasta, og sorglegt hvað margir aðrir og þá sérstaklega kvenmenn líta niður á konur sem að eru heimavinnandi húsmæður. Ég get sko séð þvílíkan mun á öllum börnunum eftir að ég er búin að vera heima í ár. Bæði í skólanum, hegðun, matasiðum, og bara öllu. Ég er stolt af að vera heimavið, skiptir auðvitað ekki máli hver ástæðan er fyrir því, en auðvitað óska ég að heilsan væri betri. Metnaðurinn hverfur auðvitað aldrei hjá okkur íslensku konum, ég held að við kunnum bara ekki annað en að vera með mikinn metnað. Ég vonast til þess að komast bráðum í skóla og í vinnu líka, en í millitíðinni þá ætla ég að njóta þess að vera heima Takk milljón sinnum fyrir allan stuðninginn
Doddi minn - þú varst eflaust að tala um fermingar af því að þú ert búin að hafa presta hattinn á höfði tvisvar nú þegar og ert að fara að bera hann í það þriðja... Ég er einmitt að koma heim í sumar til þess að fara í fermingu hjá frænku minni, ekkert smá spennt!!
Melanie - takk, elskan, ég hef mína daga þar sem ég er dugleg, en úff, mikið var ég nú þreytt í dag, náði mér í smá lúr seinnipartinn
Kolla - takk líka, ætli hann Kalli minn gefi bara ekki út ljóðabók eftir svona tuttugu ár
Bertha Sigmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 04:46
howdy
Ólafur fannberg, 15.3.2007 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.