Svíf á skýi..

... ennþá. Ég vissi ekki að það væri hægt að verða enn ástfangnari af manninum mínum, en ég veit núna að það er sko hægt. Ég er enn í sæluvímu eftir trúlofunina, ég horfi enn á hringinn minn á fimm mínútna fresti og horfi svo á manninn minn og brosi. Ég er að deyja úr hamingjuInLove

Golden State Warriors 008Ég og unnusti minn héldum á leið til Oakland að sjá uppáhaldsliðið hans spila á Föstudagskvöldið. Þá voru Golden State Warriors að spila á móti Los Angeles Clippers og var þetta hörku leikur. Ég var búin að segja við Tim að það væri sko ekki möguleiki að þeir myndu tapa af því að dagurinn var búinn að vera svo yndislegur að ekkert slæmt myndi gerast. Og viti menn, Warriors unnu með 10 stiga mun, ekkert smá geðveikur leikur.

Fyrir utan að við trúlofuðum okkur, þá komust tvíburarnir áfram í vísindakeppninni í skólanum. Það eru bara 10 lið sem fá að sýna og keppa í  keppninni sem fer fram á morgun. Þar hafa þær möguleika á að vinna allskyns verðlaun, og er Ipod fyrir efsta sætið. Þannig að við þurfum að æfa ræðuna þeirra aftur í dag svo að þeim eigi nú eftir að ganga vel á morgun. Við erum að rifna úr stolti yfir árangri þeirra.

Helgin var svo bara fín, á Laugardaginn fór ég með Mikaelu í Jazzballett, og svo fór ég með alla krakkana upp í fjöllin í þennan flotta park. Þar voru samankomin fullorðnir með börnin sín frá skóla krakkana og var lesið úr biblíunni og labbað um og grillað og bara talað saman. Þetta var mjög yndislegt og fannst krökkunum rosalega gaman. Mikaela lærði loksins að róla ein, við erum búin að vera að ýta henni og ýta, og ég sagði bara, nóg komið. Þú ert sex ára gömul og getur alveg rólað sjálf, og hananú. Og viti menn, hún rólaði og rólaði og ég gat varla dregið hana frá rólunni þegar tími var til kominn að fara heim.

Á Sunnudaginn slökuðum við bara á, ég svaf mestallan daginn, leið ekki of vel þann dag. Í gær var svo frí í skólanum hjá krökkunum, og ég fór í blóðprufu og að versla í matinn. Það var svo heitt að ég sat bara fyrir framan viftu og reyndi að kæla sjálfa mig. Þegar það fer að hitna, þá fer heilsunni hrakandi hjá mér, verkirnir verða því meiri þegar hitinn fer hækkandi. Þannig að ég reyndi bara að slaka á í gær. Börnin farin aftur í skólann í dag, þannig að það er smá friður.

Ég vildi þakka ykkur öllum kærlega fyrir heillaóskirnar, bæði hér á blogginu og líka í síma eða tölvupóst. Það er yndislegt að sjá hversu margir eru hamingjusamir fyrir okkur, og æðislegt að lesa allar heillaóskirnar. Ég er rosalega hamingjusöm, ég vona að þið öll hafið fólk í ykkar lífi sem að veitir ykkur hamingju, það þarf ekki að vera maki, getur verið börnin ykkar, vinir ykkar, ættingjar ykkar, eða einhver ókunnugur sem brosir til ykkar og veitir ykkur hamingju með brosi sínu. Hamingjan er oft lengi að koma, hún var það í mínu tilfelli, en hún er hér. Ég ætla að njóta unnusta míns, barnanna minna, og vina og ættingja, því að hamingjan er langsótt. Ekki sleppa henni þegar þið finnið hana, hún betrumbætir líf mannsGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

Vá .. innilega til hamingju með trúlofunina .. ég og yndislegi maðurinn minn  erum núna búin að vera gift í eitt ár .. við eigum bæði börn frá fyrra hjónabandi .. þetta er yndislegt hjá okkur .. vonandi eruð þið jafn heppin og við  .. 

Margrét M, 13.3.2007 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Yndislegt hvað allt gengur vel, það er frábært að lesa um ykkur! Takk fyrir góðar og lifandi færslur. Maður er bara kominn í hitann til þín í huganum. Hér er rok og rigning, allt grátt ... en samt æðislegt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband