9.3.2007 | 22:48
ÉG ER TRÚLOFUÐ...
Hér er mynd af flotta hringnum mínum. Maðurinn minn var að biðja mín fyrir svona klukkutíma síðan, og ég er enn gráti nær. Hann gaf mér akkúrat hring eins og ég hefði valið sjálf ef ég hafði farið með honum. Ég er ekki ein af þeim sem að finnst þessir risa stóru steinar flottir. Minn hringur er GULLFALLEGUR
Hann er úr hvítagulli og er með ellefu demanta, ég er að rifna úr hamingju. Ég og unnusti minn (Guð minn góður, ég get kallað hann unnusta minn...) erum að fara á körfuboltaleik í kvöld. Hann bað mig um að giftast sér núna áðan, en sagði svo að hann ætlaði upphaflega að biðja mín á körfuboltaleiknum í kvöld, en hann gat bara ekki beðið!!! Ef það er ekki rómantískt þá veit ég ekki hvað er.
Ég get ekki beðið eftir að segja krökkunum okkur frá þessu, þau eiga eftir að vera himinlifandi. Ég hringdi fyrst í mömmu og pabba, svo Veru, Írisi, Rose Perry, og Rose Hunter. Mig langar til þess að hringja í alla sem ég þekki, en er að reyna að slaka aðeins á og njóta augnabliksins. Það er ótrúleg tilfinning að vera beðin um að giftast manninum sem maður elskar útaf lífinu.
Þó svo að ég hafi verið gift einu sinni áður, þá var mér aldrei beðið, og gifti mig bara hjá sýslumanni. Það er æðislegt að hafa verið gefið tækifæri á að upplifa sambandið mitt þróast og þroskast. Það er æðislegt að vera með manni, sem að skilur að ég vildi fá marriage proposal. Að vera með manni sem vissi akkúrat hvernig hring ég óskaði mér. Að vera með manni sem að keypti hring sem að smellpassar, ég þarf ekki að láta stækka hann né minnka, hann passar fullkomnlega. Að vera með manni sem að elskar mig fyrir mig, með mín tvö börn úr fyrra hjónabandi, með mín veikindi, með mína galla og kosti.
Það er æðislegt að vera trúlofuð, núna þarf ég að fara að plana brúðkaupið
Athugasemdir
TIL HAMINGJU!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 23:00
Til hamingju
Ég vona svo sannarlega að þú verðir jafn hamingjusöm og ég hef verið.
Dante, 9.3.2007 kl. 23:04
Innilega til hamingju með trúlofunina. Megið þið lifa hamingjusöm til æviloka.
Bestu kveðjur
Kolla
p.s. GEÐVEIKUR HRINGUR :)
Kolla, 9.3.2007 kl. 23:07
Innilega til hamingju!
Svo er bara að muna alltaf það sem hann Rúnar Júl. sagði svo fallega eftir að hann kvæntist henni Maríu sinni hér um daginn: "Ástina þarf að rækta á hverjum degi!" En ég efast ekki um að þið kærustuparið munið eftir því!
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2007 kl. 12:02
til hamingju með trúlofunina
Ólafur fannberg, 10.3.2007 kl. 14:57
Æjj ohh mar bara með tárin í agunum...ég er soddan væmniskona hehe.. Innilega til hamingju með trúlofunina !!! Ógó flottur hringur ! Tilhamingjuknús
Melanie Rose (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 15:15
Takk kærlega fyrir hlýjar kveðjur Ég er ennþá að rifna úr hamingju aðeins minna en sólarhring eftir, get bara ekki trúað þessu. Þakka ykkur öllum aftur innilega fyrir ykkar hamingjuóskir
Bertha Sigmundsdóttir, 10.3.2007 kl. 17:07
til
Aðalheiður Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 18:03
TIL HAMINGJU!!! TIL HAMINGJU!!! TIL HAMINGJU!!! TIL HAMINGJU!!!
Elsku Bertha og Tim - innilega til hamingju. Þetta eru frábærar fréttir!! Ég efast ekki um ad þið munuð lifa hamingjusöm til æviloka!! Hringurinn er rosalega fallegur - og ellefu demantar - VÁ! Innilegustu hamingjuóskir frá okkur öllum. Nú ætla ég að athuga hvort þú sért á msn
Aðalheiður Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 18:07
Ekki varstu þar! Við erum hjá Beggu núna svo ég sendi þér gemsanúmerið okkar á tölvupóstinn þinn.
Aðalheiður Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 18:10
TIL HAMINGJU!!!
Dagmar og co (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 23:18
Innilega til hamingju elsku Bertha mín!! Ég gat að sjálfsögðu ekki verið minni maður, og ég fór á hnén núna síðustu nótt (trúlofaðist þar af leiðandi tæknilega 11. mars!) og hún játaðist mér ...
Við svífum á skýjum! -- Takk æðislega fyrir yndislega kveðju á blogginu mínu - knús frá Akureyri!
Doddi trúlofaði
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 20:23
Elsku Bertha! Takk fyrir virkilega fallega kveðju á blogginu mínu - það er akkúrat ekkert að væmni og ég met það mikils sem þú skrifaðir. Knús knús og gleði til þín fyrir það !!
Unnustan heitir Sigurveig
Ég sendi þér til baka svifkveðjur frá gleðiástarskýinu sem við erum bæði farþegar á greinilega. Hafðu það yndislegt og njóttu hamingjunnar!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.