8.3.2007 | 17:13
Síðust að frétta allt
Já, ég er það, alltaf síðust að frétta allt. Mér líður eins og Phoebe í Friends þáttunum þegar hún er síðust að frétta allt og er orðin frekar pissed off about it.
Í dag er ég Phoebe hlaðborð, og ég er pissed off. Í dag frétti ég að mamma mín lífbeinsbrotnaði fyrir tveimur vikum síðan þegar hún var í skíðaferð á Ítalíu til þess að halda uppá afmælið sitt. Ég fæ tölvupóst frá henni í dag, var búin að senda henni nokkra sjálf, ætlaði mér svo að hringja í hana um helgina, en kemst svo af því að hún er hoppandi á hækjum og bara búin að vera rúmliggjandi síðustu vikur.
Ekki datt neinum í hug að hringja í mig, eða kannski bara senda mér tölvupóst, eða senda skilaboð með fljúgandi dúfum, eða eitthvað Ég er ekki eins náin mömmu og ég vildi vera, er að reyna að bæta það, en það gengur oft erfiðlega, og mætti lengi telja upp ástæðurnar, en það er á milli mín og hennar. Auðvitað þykir mér rosalega vænt um hana, og þó svo að sambandið okkar gæti verið betra, þá er það ekki slæmt.
Ég á pabba, ekki lét hann mig vita, ég á bróðir, ekki lét hann mig vita, ég myndi nú helst stóla á þá tvo til þess að láta mig vita þegar mamma mín slasast. Auðvitað á ég líka ömmu og afa, frændfólk og vini, en auðvitað hafa allir haldið að pabbi eða bróðir minn væru búnir að segja mér fréttirnar.
Síðan ég flutti til Bandaríkjanna, þá hefur þetta alltaf verið svona. Ég frétti að frænka mín sé ólétt eftir að hún er búin að fæða barnið. Ég frétti að afi sé með krabbamein, eftir að hann er búinn að fara í uppskurð. Ég frétti að langamma fékk heilablóðfall og var búin að vera á sjúkrahúsi í 4 mánuði þremur dögum áður en að hún dó. Ókei, allt í lagi með það, en enginn hefur fyrir því að láta mig vita að mamma mín lífbeinsbrotnaði fyrir tveimur vikum síðan ARE YOU F...... KIDDING ME?
Það eru alltaf allir að reyna að hlífa mér af því að ég er svo viðkvæm, so what. Ókei, ég er rosalega viðkvæm, en ég er nú ekki eitthvað smábarn sem að þarf að hlífa frá raunveruleikanum. Ég er sjálf búin að ganga í gegnum ýmislegt, og hef verið nógu sterk til þess að takast á við það sem lífið hefur boðið mér uppá.
Ég meina, ég flutti að heiman 19. ára af því að mamma og pabbi voru á móti því að ég var með svörtum manni ofan af velli. Ég fékk mér fulla vinnu og hélt samt áfram í MH og útskrifaðist á réttum tíma. Ég flutti til Bandaríkjanna um tvítugt, er búin að sjá fyrir mér sjálf, borga fyrir mína eigin menntun og þéna tvær gráður. Ég giftist þegar ég var 26 ára, og eignaðist tvö börn á 14 mánaða fresti. Því miður var eiginmaðurinn minn skrímsli, lamdi mig, hélt framhjá mér, kallaði mig öllum þeim verstu nöfnum sem við öll kunnum og öðrum sem að enginn ætti að heyra í lífinu. Ég fór frá honum tvisvar áður en ég loksins fór frá honum fyrir fullt og allt. Hann var og er enn algjör aumingi, en því miður eru ofbeldishneigðir menn ekki svoleiðis þegar maður fyrst kemst í kynni við þá, þeir eru góðir við mann, virðingarfullir, og elskulegir. Svo yfir nótt, liggur við, breytast þeir í aðra menn.
Það tók mig þrjú ár að berjast við hann um forræði, og fékk loksins skilnaðinn í gegn í Desember í fyrra. Fékk 100% forræði yfir börnunum mínum og var það ekki auðvelt. Stuttu áður en að skilnaðurinn gengur í gegn, þá er ég skilgreind með MS sjúkdóminn. Er búin að vera veik í tvö ár, og heilsunni hefur farið síversnandi og er búin að vera frá vinnu í ár núna. Er búin að kynnast kónginum mínum, og við búin að búa saman í ár núna. Er yfir mig ástfangin, bæði af Tim og börnunum okkar fjórum, sem ég hugsa um 24/7. Er búin að hjálpa tvíburunum mínum í skólanum, þær voru í sérkennslu þegar ég kynntist þeim, en eru núna með þeim hæstu í bekkjum sínum.
Ég er langt frá því að vera aumingi, og ég er svo þreytt á því að það sé komið fram við mig eins og ég sé einn. Mér finnst allt í lagi að vera viðkvæmur og vera tilfinninganæmur. Ég græt oft, og stundum yfir engu, en hef fundið það að tárin hjálpa mér og styrkja mig. Líf mitt hefur aldrei verið dans á rósum, og ég er sátt við það. Ég veit að Guð hefur sín plön fyrir mig og stundum finnst mér Guð treysta mér of mikið.
Ég get bara haldið áfram að biðja fjölskylduna mína um að láta mig vita þegar einhver meiðist, eða veikist. Það er nógu erfitt fyrir mig að vera hérna hinum megin á hnettinum og sakna allra, og ofan á það að fá ekki að vita þegar fólkið sem ég elska slasast og veikist. Í Guðanna bænum, hættið að koma fram við mig eins og smábarn, hættið að hugsa um hversu viðkvæm ég er, og látið mig vita þegar mamma mín slasast... Ég er þreytt á að vera sú síðasta til þess að vita allt, það gerir mig bara reiða og sára. Ég er miklu sterkari en allir halda, kannski þarf ég bara að segja fjölskyldunni minni frá öllu því vonda sem ég er búin að ganga í gegnum síðustu tíu-tólf árin?????
Athugasemdir
Sorrý - ég er nú stundum með svoddans gullfiskaminni (algjör Dóra!) að frá því að Óli sagði mér þetta eitthvert kvöldið þar til svona 15 mín. síðar, var ég búin að steingleyma þessu. Ég skal reyna að hafa þig í mínum ofurhlaðna gullfiskahuga, dúllan mín:)
Aðalheiður Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 18:11
Innlitsknús Leiðinlegt að heyra með þetta allt saman
Melanie Rose (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 19:36
Knúz... leiðinlegt að heyra :(
Dagmar Miller (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 23:01
Ég er búin að búa erlendis í 7 ár, á við sama vandamál að stríða varðandi það að það er aldrey neinn sem lætur mig vita. Það sígur feitt rassgat.
Þú ert greinilega búin að gera stóra hluti í lífinu og ert sterk manneskja
Kveðjur
Kolla
Kolla, 9.3.2007 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.