MS, ekki MS, MS, ekki MS...

...ARGHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH

Ég er að tapa vitinu. Í dag fer ég loksins til sérfræðings fyrir aðra skoðun á mínum veikindum, og er ég búin að bíða eftir þessum tíma í sex mánuði. Ekki nóg með það, en sérfræðingurinn er uppi í Stanford, sem er auðvitað þvílíkur skóli, og frábær spítali hefur mér verið sagt, því þar vinna þeir bestu með þeim bestu, og þeir sem eru ekki bestir ennþá eru að læra að vera bestir!!!

Eftir klukkutíma eða svo í traffík, finna spítalann, þurfa að labba upp þrjár hæðir af því að lyftan á þessu góða sjúkrahúsi er of góð til þess að virka, þreytt og spennt labba ég inn á læknisstofuna og bíð með spenning í maganum eftir að hitta þennan BESTA læknir.

Fyrst kemur best wannabe læknir inn og skrifar fullt af nótum um mig, spyr mig allskyns spurningar, í sambandi við líðan mína, og fullt af persónulegum spurningum???? Svo fer hann og talar við besta læknirinn og hann kemur svo inn hálftíma síðar ásamt tveimur best wannabe læknum (Stanford er nefnilega kennarasjúkrahús, þannig að það er verið að þjálfa fullt af liði). Dr. Dorfman labbar inn, gamall kall, sem byrjar svo að spyrja mig um börnin mín, og hvað ég vinn við, og af hverju ég sé nú ekki að vinna núna, og hann sér að ég sé skilin og hvort að það sé nú gleðiefni eða ekki???????

Svo skoðar hann augun á mér og nuddar á mér hendurnar. Svo segir hann að þetta sé eflaust ekki MS sem að ég sé með!!!! Ég spyr hann hvað sé þá í gangi með mig, og hann lítur bara á mig eins og ég ætti að vita svarið við því. Sorry, eyddi ekki milljónum í að verða besti læknir með læknisgráðu frá StanfordAngryAngryAngry

Eftir að keyra, bíða, og tala við næstum því læknir, þá sit ég hér inni hjá þessum lækni, og hann hefur því miður ekkert að segja við mig. Hann segir þó að öll mín einkenni hafa ekkert með MS að gera. Ég bendi honum vingjarnlega á að ég er búin að afla mér upplýsinga frá mörgum mismunandi stöðum, og öll mín einkenni eru einkenni MS sjúkdómarins. Þá segir hann að einkennin geti líka verið einkenni annarra sjúkdóma. HVERRA????????? Værirðu kannski til í að svara því, besti læknir?

Þá segir hann bara að ég sé ráðgáta og að hann ætli, ásamt næstum því bestu læknunum sínum tveimur, að setja á sig hugsunarhattinn. Svo ætli hann að láta mig vita þegar hann leysir ráðgátuna, semsagt þegar hann leysir mig því ég er ráðgátaSideways What a f....... waste of my time!

Ef að ég var ekki á báðum áttum fyrir, þá er ég það núna. Ef að mínir tveir læknar, heimilislæknirinn sem er búinn að vera læknirinn minn í tvö ár, og taugasérfræðingurinn sem er búinn að vera læknirinn minn í eitt ár, eru að segja mér að öll mín einkenni benda á MS, á ég ekki að trúa þeim? Á ég frekar að trúa besta lækninum, af því að hann vinnur fyrir eitt af bestu sjúkrahúsum í Ameríku? Trúi ég og treysti þeim sem eru búnir að vera að hugsa um mig í tvö ár og hjálpa mér að finna lausn á mínum veikindum , eða trúi ég og treysti lækni sem borgaði meira fyrir sín læknisréttindi en læknirinn minn?

.......ARGHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH

Ég er að missa vitið, ég þarf enga lækna til þess að skilgreina þaðShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu...hvað er að þessum lækni  Hefur ekki verið mikið gagn að fara til hans. Æjj vonandi kemstu afþvi hvort það sé og HVAÐ þá hehe....

Innlitsknús

Melanie Rose (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 20:30

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Halló!!!  ER EKKI ALLT Í LAGI???  Var þetta nokkuð svona indjánatöfralæknir?  Ég man nefnilega eftir því að það kom einn svoleiðis einu sinni til Íslands og sjúkdómsgreindi fólk með því eingöngu að skoða í því augun!!!  Auðvitað eru það þó góðar fréttir í sjálfu sér að þetta sé e.t.v. EKKI MS.  En eru sprauturnar ekki að hjálpa þér?  Og hvað tekur nú við hjá þér?  Vona að þú farir að fá einhvern endanlegan botn í þetta mál.  Verð að fara að hitta þig á msn.  Erum að fara til Stokkhólms um helgina og það er alveg brjálað að gera hjá mér en ég gæti kannski farið í tölvuna hjá Beggu á laugardagskvöldið!  Kossar og knús.

Aðalheiður Haraldsdóttir, 7.3.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband