Bara að reyna...

gerðu það... Ekki veit ég hversu oft ég hef þurft að segja þessi orð við börn mín í vikunni. Þau byrjuðu öll í íþróttum eða dans (sem er íþrótt eða list eða bæðiUndecided) í vikunni og er það búið að ganga misjafnlega. Ég fór fyrst með þá yngstu, Mikaelu, í jazzballett á Laugardaginn var. Hún var þvílíkt spennt, búin að velja sér bleik ballet föt, svaka sæt. Svo komum við í dans stúdeóið og hún var sko staðráðin í því að prufa þetta ekki. Þá var reynt á sannfæringa kraftana mína, og í lokin unnu þeir. Hver er þá þrjóskari? Ætli það sé ekki bara mamman, þó svo að dóttirin lætur ekki standa á sér í sinni þrjósku. Við fylgdumst með í 35 mínútur á meðan 10 sætar stelpur reyndu sitt besta að gera ballett hreyfingar, og um leið og kennarinn sagði að núna ætluðu þær að spila leiki, stekkur ekki Mikaela á fætur, hleypur inn og byrjar að gera það sem að kennarinn segir henni. Aðrar mömmur sem þarna voru litu á mig og voru að hrósa mér fyrir þolinmæði mína. Ég var að hugsa um hversu mikið þessir tímar og fötin kostuðuCrying

Nei, nei, án gríns. Mér finnst að maður eigi að þekkja börnin sín, sérstaklega þegar kemur að því að prufa eitthvað nýtt. Mikaela er ekki feimin, hún er fljót að eignast vini, er alltaf að búa til leiki og er með öflugt ímyndunarafl. Ég var sko alveg á því að hún átti eftir að fíla jazzballett í tætlur, og viti menn. Um leið og hún hætti þrjóskunni, þá var hún svaka kát, hoppandi og skoppandi og hlæjandi. Strax búin að eignast 3 nýjar vinkonur á einni mínútu.

Á Miðvikudaginn var fór ég svo með tvíburana í Hip Hop dans. Þær voru soldið feimnar fyrst og stóðu hlið við hlið, eins og þær voru Siamese tvíburar, límdar saman við mjöðmina. Svo byrjaði kennarinn þeirra að hita upp, og svo var byrjað á breakdance kennslu. Þær áttu í smá erfiðleikum með sporin, en svo kom þetta allt saman. Þegar klukkutíminn var að verða búinn þá voru þær lengst í burtu frá hvor annari, sveittar og hamingjusamar. Þegar við komum heim þá var byrjað að æfa öll sporin og allar hreyfingarnar. Svo í Maí verður vor sýning og þá dansar hópurinn þeirra á henni. Ég get ekki beðið eftir að sjá þær, það verður ekkert smá flott.

Svo kemur Föstudagurinn og með honum kemur sonur minn og leikfimin. Hann Kalli minn er alltaf að gera handahlaup, standa á höndum, kollhnísa, name it he does it. Þannig að við ákváðum, ég og hann, að leikfimi yrði skemmtileg fyrir hann. Á leiðinni í leikfimina er hann þvílíkt spenntur. Þegar við mætum á staðinn fer allt loftið úr honum, alveg eins og þegar maður sprengir blöðru. Ástæðan? Ekkert nema stelpur í bekknum... Hann var sko ekki allt og ánægður með það og situr á gólfinu allan tímann og horfir á stelpurnar, með þvílíkan svip á sér. Hjartað í mér var í molum að horfa á hann, því að hann var svo sár og vonsvikinn. Eftir að allar stelpurnar voru farnar, leyfði kennarinn honum að hoppa á trampólíninu, hlaupa um, gera handahlaup o.s.fr. Eftir að hann loksins fékk fíling fyrir þessu þá var hann hamingjusamur. Kennarinn bauð mér að koma með hann á Þriðjudögum í staðinn, því að í þeim bekk eru fjórir strákar, þannig að þá á honum eflaust eftir að líða betur. Ég var sko alveg á því að hann átti eftir að fíla leikfimina, og viti menn...

Bara að reyna, gerðu það er eflaust sagt á hverju heimili á hverjum degi, á hverjum klukkutíma, hvað þá hverri mínútu, ef ekki á sekúndar fresti. Að þekkja börnin sín, þeirra skap, hvað þau vilja og vilja ekki, er ekki auðvelt. En, þegar maður kemst í gegnum þrjóskuna, í gegnum varnarvegginn, í gegnum skapið, þá skapar maður lítla dansara, fótboltagæja, söngvara, listamenn. Að skapa áhuga barna sinna á öðru en sjónvarpi, leikvöllum, og vídeóleikjum í nútíma þjóðfélagi er erfitt, en svo gefandi, sérstaklega gefandi fyrir börnin. Bara að reyna, gerðu það... prufið að segja þessi orð, þau eru lífsbreytandiHappy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha...já það getur komið sér vel að vera þrjóskur sko....ekekrt aðþví. Og gaman að krakkarnir eru að gera eitthvað svona skemmtilegt !  Það verður gaman fyrir þig að sjá tvíburana á sýningunni  Alltaf gaman að kíkja hngað til þín hehe...

Kvitt kvitt

Melanie Rose (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Já, Móhólsþrjóskan er... jah, ansi lífseig!  En ég vil nú meina að það hafi annað og meira komið til hjá þér en bara þrjóska - þolinmæði og ást, en fyrst og fremst skilningur og þekking á hug og tilfinningum barnanna þinna!  

Aðalheiður Haraldsdóttir, 4.3.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband