28.2.2007 | 23:13
Því miður er þetta ekki satt!!!
Ég tók upp þáttinn hennar Oprah um Óskarinn og verð bara hérmeð að láta ykkur öll vita að þessi frétt er ekki sönn. Helen Mirren talar um kjólinn sinn og sýnir Oprah hann, en svo talar hún um það að kjóllinn var þannig hannaður að hún þurfti ekki að vera í nærfötum. Svo tekur hún það fram, þó svo að það hafa kannski ekki allir heyrt það, að auðvitað var hún samt í nærbuxum, en ekki í brjóstahaldara vegna þess að það var brjóstahaldari hannaður inní kjólinn til þess að passa akkúrat utan um brjóstin hennar. Þá segir hún einmitt að það hafi verið eins og englar hafi haldið brjóstunum hennar uppi
Mér finnst sko frábært að heyra að eldri konu sé skítsama um nærbuxur á svona fínni verðlaunaathöfn, en ef að betur er að gáð, þá tekur drottningin það skýrt fram að auðvitað var hún í nærbuxum. Það er bara fyndið að sjá að það sé verið að búa til fréttir núna í staðinn fyrir að birta staðreyndir. Er mogginn semsagt orðið nýjasta slúðurblaðið?
Ég spyr bara!!
Nærhaldið fjarri á Óskarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kemur fyrir jú að Mogginn birti slúður ... spurning hvort í öllum tilfellum viðkomandi greinarhöfundur (eða þýðandi) geti staðfest þetta einhvern veginn? Eða af-staðfest... afsannað...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 23:54
Ég held að hún hefði átt að vera líka í brjóstarhaldaranum. Minnsta kosti ef maður horfir á myndina þá sér maður að brjóstin nema við olnboga, þau eiga hins vegar að vera mitt á milli axlar og olnboga. En það er bara mín skoðun.
Sigga (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 07:34
innlitsknús
Ólafur fannberg, 1.3.2007 kl. 08:28
Skrýtið að þurfa að koma með "comment" um að brjóstin á Helen Mirren séu ekki uppi við axlir! Helen Mirren er ekki tvítug sili-kona heldur kynþokkafull kona á besta aldri. Og skammast sín auðsjánlega ekkert fyrir það.:)
Konráð Gíslason (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 08:29
Mér finnst þetta æðisleg kona í æðislegum kjól.
Sigga, brjóstahaldarinn er áfastur kjólnum, enda er brjóstin alveg á réttum stað, miðað við vinkilinn sem myndin er tekin úr.
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2007 kl. 09:39
Ég horfði á þáttinn hennar Oprah aftur og aftur, bara til þess að ver viss, en jú jú, hún Helen Mirren segir einmitt á meðan áhorfendurnir eru að klappa að auðvitað var hún í nærbuxum. En hún tekur það líka skýrt fram að hún hafi ekki þurft neinn brjóstahaldara af því að hann var saumaður fast innan í kjólinn, og smellpassaði brjóstunum hennar. Enda sagði hún að það hafði verið eins og tvær englahendur sem héldu utan um brjóstin á henni. Hún er rosalega flott kona þó svo að hún sé að nálgast sextugt held ég.
Eitt annað sniðugt sem hún sagði í Barbara Walters Oscar Special, þá segir hún Barbara að hún gangi aldrei í buxum af því að hún sé með " enormous bottom" Það er gott að vita að maður getur litið eins vel út og Helen þegar maður fer að nálgast sextugt, bara ef maður reynir...
Bertha Sigmundsdóttir, 1.3.2007 kl. 15:55
VÁ!!!! Ég get nú bara ekki sagt annað. Ég var að kíkja á síðuna þína Bertha mín - til hamingju með yfir 300 heimsóknir í dag Mér finnst nú bara fyndið hvað það eru rosalega margir sem hafa áhuga og skoðun á nærfatnaði kvikmyndastjarna (eða skorti á honum). En rétt skal auðvitað vera rétt og - jú, kjóllinn er algjör MILLJÓN!!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 18:46
Takk Heiða mín, ég varð mjög hissa að sjá að svona margir hefðu kíkt á mig, en mjög ánægð. Vonandi koma sem flestir aftur til þess að kíkja á mig, ekki bara þegar ég skrifa um nærföt
Bertha Sigmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 16:26
Vá kjóllinn er æði ! En já ég trúi nú Helen Mirren meira en slúður frá einvherjum öðrum...þótt mér gæti ekki verið meira sama þótt hún væri ekki í næbuxum haha...má það alveg fyrir mér Kvitti kvitt
Melanie Rose (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.