26.2.2007 | 17:00
Vikan búin...
og Guði sé lof. Ég elska börnin mín útaf lífinu, en að þurfa að hafa ofan af fjórum krökkum í heila viku er sko ekki auðvelt. Við erum búin að gera mjög mikið í síðustu viku á meðan börnin voru í forsetafríi, en núna er skólinn byrjaður aftur, JIBBÍ
Það er fyndið hversu hljótt allt er í íbúiðinni hjá mér núna, er orðin vön að heyra hláturinn, rifreldin, tónlistina, sjónvarpið, lætin bara yfirhöfuð. Ég trúi því að það er Guðs hlátur sem kemur útúr börnunum mínum þegar þau hlæja af lyst. Það er eitthvað svo hreint við hlátur barna, svo saklaust og ljúft að ég trúi ekki öðru en að það sé Guðs hlátur sem þar er kominn.
Ég er búin að vera frá vinnu núna eins og þið öll vitið í meira en ár vegna veikinda, og það er búið að vera erfitt fyrir mig að sætta mig við þann veruleika. Ég sakna þess að fara og vinna dags daglega, ég sakna þess að fá útborgað og sjá árangur harðar vinnu minnar á peningamælikvarðanum. Ég kom til Bandaríkjanna til þess að mennta mig, er með AA gráðu og BS gráðu. Núna puða ég í því að borga skólalánin mín tilbaka, sem er nú ekkert grín, sérstaklega þar sem að ég er á einhverjum skítnum sjúkrapening. Það leiðinlegasta er að ég mun sennilega ekki vinna við það sem að ég fór í skóla fyrir, hótel og veitingarekstur.
Ég verð að vera hreinskilin við sjálfa mig, ég er það við alla aðra í lífi mínu, en það er kominn tími til þess að vera hreinskilin við mig sjálfa, og horfast í augu við það að mín menntun mun ekki koma til með að vera mitt framtíðarstarf. Úff, ég sagði þetta upphátt, erfiður biti að kyngja. Fæ mér einn góðan Heineken sopa með bitanum, ókei Þetta fór nú ekki vel í magann, verð að segja það sem satt er, en ég kom bitanum niður!!
Að vinna allt sitt líf í átt að draumavinnunni, að vera á góðri leið að áfangastað, og svo lenda í árekstri lífsins og þurfa að sætta sig við þá staðreynd að lífið er enginn draumur í dós. Lífið er erfitt, það sendir mann upp allskonar einstefnur og krókaleiðir áður en maður finnur götuna sem maður á að vera á. Maður lærir að þó svo að maður sé í beinni leið á götunni, þá getur alltaf hreindýr hlaupið fyrir framan bílinn, þá verður maður að bremsa hratt og ekki klessa á greyið hreindýrið. Svo byrjar maður bara aftur í fyrsta gír
Ég er komin aftur í fyrsta gír og er að fara að leggja í hann eina ferðina enn. Hversu mörg hreindýr eiga eftir að hlaupa fyrir framan bílinn minn veit ég ekki, en ég bremsa með þeim bestu. Er búin að fara upp margar einstefnur og enn fleiri krókaleiðir til þess að komast aftur á götuna mína, Berthuveg... Ég stíg hægt á bensíngjöfina og byrja að keyra, passið ykkur á mér, ég á það til að keyra of hratt þegar ég kemst af stað
Athugasemdir
Æj leiðinlegt að heyra með veikindin þín Híhí...trúi því að það sé gott að fá þögn í húsið á meðan krakkarnir eru í skólanum hehe... þótt að það sé yndielgt að heyra í þeim
Kvitt
Melanie Rose (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:31
Ólafur fannberg, 27.2.2007 kl. 00:15
Bestu baráttukveðjur til þín. Því miður eru árekstrar lífsins margir og ófyrirséðir, stundum finnst manni að sumir fái fleiri en aðra. Það sagði við mig kona í vetur sem hefur unnið árum saman við að hjúkra geðsjúkum, að oft fyndist sér eins og það væri besta fólkið sem þyrfti að ganga í gegnum erfiðustu hlutina, á meðan aðrir sigla slétt í gegnum lífið. Veit ekki um það,...en ef það er þannig, er það þá kannski vegna þess að það fólk sé komið í framhaldsdeild í lífsins skóla og þess vegna að leysa erfiðari lexíur heldur en hinir sem eru ennþá að leika sér í leikskólanum?
Greta Björg Úlfsdóttir, 1.3.2007 kl. 09:30
Já, Bertha mín. Ég hef nú aldrei séð þig öðruvísi en í ofurdrifi í fimmta gír en þú ferð nú líka í gegnum lífið á brynvörðum bíl, harkar af þér, hlærð og heldur ótrauð áfram! Það er ómetanlegt að þekkja svona jákvæða manneskju eins og þig!
Ég hef heyrt það sagt að guð leggi ekki meira á mann en hann veit að maður þolir. Gangi þér vel í fyrsta gír á hliðargötu lífsins. Ég er viss um að hún endar á þinni ,,Broadway"
Aðalheiður Haraldsdóttir, 1.3.2007 kl. 11:14
Þakka ykkur kærlega fyrir hlý orð. Það er yndislegt að vita að þið eruð öll að senda mér góða orku, hún á eftir að hjálpa!
Melanie - silence is golden, en hávaðinn í börnunum er platinum
Ólafur - takk fyrir kvittið...
Gréta - ég trúi því einmitt að því erfiðari lexíur sem maður fær þesslengur er maður komin í sálarlífsferlinum. Það er auðvitað erfitt að horfa uppá marga sigla í gegnum lífið, en ég sigli bara á móti straumi. Það er bara allt í lagi, verður maður ekki sterkari fyrir vikið?
Heiða mín - ég hef nú þessa jákvæði af því ég hef verið svo heppin að hafa eins yndislegt og jákvætt fólk í lífi mínu eins og þig og Óla. Þið eruð mitt uppáhaldsfólk ásamt nokkrum öðrum og ég hef lært mikið af ykkur. Þú segir þetta alveg satt, ég held að ég sé mjög sjaldan í fyrsta gír, hvort að ég flýti mér ekki alltaf upp í fjórða, fimmta gír, kannski var ég professional driver í fyrra lífi
Annars trúi ég því sama að Guð leggur bara það á mann sem að hann trúir að maður þoli, stundum held ég að hann hafi of mikla trú á mér og mínu úthaldi. Samt sem áður þá treysti ég hans dómgreind og held bara áfram á mínum brynvarða bíl, hlæjandi og skræpandi, stundum öskrandi, en á Broadway skal ég komast... Takk fyrir hlýju orðin
Bertha Sigmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.