Frelsi eða ekki?

Mikið er ég nú búin að vera að fylgjast með fréttunum heima á Íslandi í sambandi við klámráðstefnuna sem átti að halda á Íslandi í Mars. Núna er búið að hætta við hana semsagt vegna þrýstings mótmælenda. Ég verð nú að segja alveg eins og er að mín skoðun á þessu máli er tvíeggja.

Á einn veginn get ég vel skilið að hóteleigendur hafa þurft að láta undan þrýstingi, vegna þess að þeir hafa þurft að líta á sinn rekstur á meðan og ég tala nú ekki um, á eftir að þessi hópur átti að gista á hótelinu. Allir rekstrareigendur verða að líta á sinn rekstur frá hagnaðarmiði, og ég get rétt semsvo ímyndað mér að þegar þeir gerðu það, þá sáu þeir að hýsa þennan hóp var ekki þess virði fyrir framtíðarviðhorf hótelsins. Mér finnst mjög áhugavert að hópurinn skuli ekki hafa bara gefið skít í þetta hótel og fundið sér eitthvað annað hótel. Frelsi eða ekki?

Að vísu er búið að láta þessu fólki líða mjög illa með þá ákvörðun að hittast á Íslandi, þessvegna er búið að fresta ráðstefnunni. Mér finnst nú hálfhlægilegt að banna fólki að koma til landsins í skemmtiferð án þess að hafa sönnunargögn fyrir því að þeirra megin tilgangur var að búa til klámmyndir uppá jökli eða undir fossi einhversstaðar úti í sveit. Sérstaklega þegar verið er að banna fólki inngöngu vegna valkosts þeirra að þéna pening með því að fá sér á gogginn fyrir framan myndavél. Frelsi eða ekki?

Ég hef nú horft á einstaka klámmynd í mínu lífi, án þess þó að njóta hennar eitthvað mikið. Það var nú aðallega horft á svona mynd af því að einhverjum kærastanum fannst þetta svaka rómóSideways Ég fæ aldrei þessa miklu þörf til þess að leigja mér klámmynd, vil frekar horfa á drama mynd, kannski með einhverju kynlífi inná milli táranna. Það er mitt frelsi að horfa ekki á og líka ekki við svona myndir. Jafnt og það er þitt frelsi og ykkar frelsi að horfa á þær ef þið viljið. Ég er ekki ykkar dómari. Mér finnst ekkert að því þannig séð að fólk horfir á klámmyndir. Það sem að mér finnst fúlt í nútímaþjóðfélagi, að vegna tækninnar, þá sit ég hér við mína tölvu, og uppúr þurru birtast berir rassar og brjóst í pop up glugga hjá mér. Talvan mín er inní stofu, börnin mín labba hér milljón sinnum framhjá, og ég get ekki verið í friði inní minni eigin stofu. Frelsi eða ekki?

Það er mitt frelsi að horfa ekki á klámmyndir alveg eins og það er klámstjarnanna frelsi að vinna við myndirnar. Alveg eins og það er mitt frelsi að fara ekki inná þessar klámsíður á netinu, fólkið sem rekur þær síður eru að njóta síns frelsis líka. Börnin mín hafa rétt á því að labba um í sínu sakleysi án þess að upplifa hversu ljótur heimurinn getur verið í gegnum tölvuskjáinn í stofunni sinni. Nei, nei, slakið nú á, ég er ekki að segja að klám sé ljótt, ég er að segja að það getur verið mjög ljótt fyrir 6 ára stúlku, eða 7 ára strák, og enn ljótara fyrir 12 ára táninga. Og ég hef sko ekki mikið að gera við tippastækkun, en mér er boðið uppá það á hverjum einasta degi í póstkassanum mínum á netinu. Frelsi eða ekki?

Niðurstaða mín er sú að þó svo að ég búi í landi frelsis, þó svo að Ísland hefur alltaf litið út fyrir að vera frjálst land, þá virðist frelsiskortinu spilað þegar það hentar ríkinu, ekki einstaklingnum. Ég stend hvorki með né á móti þeirri ákvörðun hótelsins að banna hópnum gistingu, hótelið er að spila sínu frelsiskorti. Eigendur hótelsins hafa sína skoðun og hafa látið hana í ljós í fjölmiðlum jafnt og hópurinn sjálfur sem var neitað gistingu hefur tjáð sig um þeirra skoðun á þeirra vefsíðu www.snowgatherings.com Fyndið á meðan ég var að rita mín orð poppaði hér upp síða, þar sem ungt fólk er að leita sér að kynlífsvinum og swingers, frelsið í fyrirrúmi... Allaveganna, frelsi er state of mind. Okkur líður sem frjálsu fólki, okkur finnst landið sem við búum í frjálst, við trúum á frelsi einstaklinga í kringum okkur, en svo kemur sá dagur þegar við uppgvötvum að við erum frjáls í huga okkar, en það er löng leið í að við séum frjálsir borgarar landsins sem við búum í, hvort sem að það sé Ísland eða Ameríka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vildi bara kvitta fyrir innlitið  Og segja þér hvað börnin þín eru yndislega falleg !!

Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Kærar þakkir Melanie, fyrir hrósið. Ég er líka búin að kíkja inná hjá þér og þínar tvær stelpur eru rosa sætar sjálfar. Njóttu Sunnudagsins

Bertha Sigmundsdóttir, 25.2.2007 kl. 16:59

3 identicon

Hæ...þú varst að spyrja um myndirnar sem ég er með á síðunni. Flest allar googla ég bara  En hinar...eins og glimmer myndirnar og sonna copy/paste´a ég frá þessari síðu  http://www.glitter-graphics.com/gallery.php?categoryID=108  Enjoy !!  Og takk fyrir kvittið

Melanie Rose (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: halkatla

þetta eru allt mjög góðir punktar! frábær grein þótt þú takir enga dramatíska afstöðu. 

halkatla, 1.3.2007 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband