Lífstími harðra orða

Mun ég einhvern tíma gleyma því þegar ég var kölluð tík? Eða þegar ég var kölluð hóra? Eða þegar foreldrar mínir sögðust skammast sín svo mikið fyrir mig? Ég veit ekki svarið. Fyrirgefa en ekki gleyma, það er mjög góður frasi, því að það eru margir hlutir sem hægt er að fyrirgefa án þess að gleyma.

Ég fyrirgaf vinkonu minni fyrir að kyssa strák sem ég var skotin í þegar við vorum tólf ára, ekki búin að gleyma sársaukanum sem að því fylgdi. Ég er búin að fyrirgefa bróður mínum fyrir að krota í landafræðisbókina mína, ekki búin að gleyma hvað ég var reið. Ég er búin að fyrirgefa kærastanum sem að hélt framhjá mér, ekki búin að gleyma skömmini sem að fylgdi að fá kynsjúkdóm frá honum. Ég er búin að fyrirgefa mömmu og pabba fyrir að skammast sín fyrir mig þegar ég var með strák ofan af velli, ekki búin að gleyma einmanaleikanum sem að fylgdi skömminni. Ég fyrirgef fyrrverandi eiginmanninum fyrir að öskra á mig, kalla mig öllum ljótum orðum sem til eru í orðabókinni og þar fyrir utan, lemja mig, hrækja á mig, sparka í mig, ýta mér, loka mig inní skáp, reyna að nauðga mér, hóta mér með hnífi, reyna að kyrkja mig, halda fram hjá mér aftur og aftur og aftur, ég er ekki búin að gleyma neinu...

Þegar fólk er barið með hörðum orðum, þá er fólk aldrei eins. Ég veit það manna best. Hvað gerir fólk þegar orðin glimra í hausnum á þeim og það slökknar aldrei á þeim? Orð hafa völd. Völd yfir skapi fólks, líðan fólks, hegðun fólks, lífi fólks. Orð fara aldrei í sumarfrí, jólafrí, haust né vetrarfrí. Þau eru stöðugt til staðar. Fólk reynir allskyns hluti til þess að lækka í glimrinu, lækka í orðunum. Fólk vinnur eins og þræll, drekkur eins og svín, tekur eiturlyf, æfir líkamsrækt á fullu, fer útá lífið hvenær sem það getur, já það er margur hluturinn sem að fólk reynir til þess að kæfa hávaðann í hausnum.Undecided

Hörð orð hverfa aldrei. Hugsið ykkur um áður en þið látið þau falla. Hvort sem að það sé við börnin ykkar, maka, foreldra, systkyni, vini og vandamenn. Veljið orð ykkar vandlega, því að lífstími harðra orða endar seint, kannski aldrei. Væn orð kosta engan neitt, þau eru ókeypis og geta gert gæfumun. Hlýleg orð eru líka ævilöng, fólk þarf að heyra fleiri hlýleg orð en hörð. Það getur verið spurning uppá líf og dauða með margt fólk hvort að það hafi heyrt fleiri hlýleg orð á móti þeim hörðu, því að fallin orð um okkur og til okkar hverfa okkur seint úr minni. Þessvegna er það lífs nauðsynlegt að muna eftir að segja eitthvað fallegt og upplífgandi við fólkið okkar, við vitum aldrei hvenær það gerir gæfumun.

Í gær og í dag gerðu hlýleg orð gæfumun fyrir mig því að glimrið í gömlum hörðum orðum glimdi í höfði mér og munu seint úr minni mínu hverfa. Ég þakka mínum Skapara fyrir það yndislega fólk sem að vinnur í því að bæta fyrir þau hörðu orð úr minni fortíð. Ég þakka ykkur öllum fyrir ykkar daglega stuðning og væntumþykju þið sýnið mér með því að lesa það sem ég hef uppá að bjóða. Ég mun halda áfram að skrifa eins mörg væn og góð orð og ég mögulega get, því að ég vil gera mitt besta til að bæta fyrir þau hörðu orð sem að glimra í hausnum hjá ykkur.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvitt

Ólafur fannberg, 22.2.2007 kl. 08:07

2 identicon

Já maður verður að passa hvað kemur útúr manni. Sumt  fólk veit ekki hversu sár orð geta verið.  Kvitti kvitt

Melanie Rose (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 13:00

3 identicon

Aðgát skal höfð í nærveru sálar...

Stórt Knúz frá Mér

Dagmar Miller (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Þetta gæti ekki sannara verið!  Svo eru margir halda að aðrir lesi hugsanir þeirra þegar kemur að hrósi eða væntumþykju - en það er bara svo gott að heyra eitthvað fallegt sagt við sig að ekki sé nú talað um um sig!

Aðalheiður Haraldsdóttir, 22.2.2007 kl. 16:58

5 identicon

Virkilega vel skrifuð grein hjá þér og hverju orði sannara: hugsum áður en við tölum/framkvæmum  ...  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband