18.2.2007 | 19:26
Blablabla
Ég hef barasta enga fyrirsögn í dag, vil bara blaðra. Héðan er allt ágætt að frétta. Valentínusardagurinn búinn, vikan búin, og krakkarnir komnir í viku frí úr skólanum. Það er forsetadagur hér á morgun, og í tilefni þess fá krakkarnir vikufrí, ekki amalegt. Þannig að ég og Tim erum búin að gera plön fyrir vikuna svo að við verðum ekki geðveik á að hafa þau heimafyrir.
Á mánudaginn slökum við bara á, förum í park og gefum öndunum að borða. Á þriðjudaginn ætlum við að fara að sjá nýju myndina í bíó, Bridge to Tarabythia, ný mynd í anda Narnia. Á miðvikudaginn fara tvíburarnir að láta flétta sig, og Mikaela er með playdate með besta vini sínum, honum Vincent. Þau eru búin að vera bestu vinir síðan í Kindergarten, og hún talar um hann stanslaust. Á fimmtudaginn ætlum við svo að skella okkur í keilu. Á föstudaginn verðum við með movie night hér heima, við erum oft með svoleiðis kvöldstundir og er það ekkert smá gaman.
Síðan erum við Tim að reyna að komast í burtu yfir nótt á næstu helgi. Ætlum að leigja okkur hótel, kannski í Monterey við sjóinn, og bara slaka á í einn dag án barna. Frænka hans Tim ætlar að passa fyrir okkur þannig að við getum andað róleg yfir börnunum. Kannski getum við labbað hönd í hönd meðfram sjónum, fengið okkur góðan kvöldmat á fínum sjávarréttar veitingastað, og svo skroppið á jazz klúbb og hlustað á góða tónlist. Við sjáum nú bara til, ég er enn að reyna að finna einhvern góðan díl svo að við getum komist í burtu eina nótt.
Í dag er ég búin að vera á sprautunum í eina viku, og það gengur bara vel. Ég er farin að kunna vel á þetta sprautudæmi, og fæ ekki stóra marbletti lengur. Að vísu þarf ég að sprauta mig í magann í dag, og var það versti staðurinn fyrir mig. Því miður gera þessar sprautur ekkert fyrir einkennin sem að eru til staðar nú þegar. Þannig að verkirnir eru eins, sjónin er eins, jafnvægið er eins. Svona er nú lífið, ég tel mig heppna að vera ekki blind, eða þurfa ekki að vera á sterum eins og margir aðrir með MS þurfa að vera. Auðvitað er ég nú ekkert sérstaklega sátt við að þurfa að sprauta mig á hverjum degi það sem eftir er, en það er betra en margt annað!!!!!!
Njótið vikunnar og hvers annars
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.