HAPPY VALENTINE´S DAY

ELSKU VINIR OG VANDAMENN

ÉG ELSKA YKKUR ÖLL OG SAKNA YKKAR ALLRA OG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ KYSSA OG KNÚSA YKKUR Í SUMARKissing

Dagurinn í dag er búinn að vera prýddur sól og blíðu. Í morgun fengu allir krakkarnir að opna Valentínusar pakka, og fengu þau öll ný föt fyrir skólann í dag. Stelpurnar í bleikum bolum með hjörtum á og í nýjum gallabuxum, Kalli minn í rauðum póló bol og nýjum gallabuxum. Svo fengu þau öll kort frá mér og Tim og svo nammi auðvitað. Svo tóku þau með sér í skólann smákökur, sem að ég bakaði ekki, keypti þær sko bara, og svo litlu krakkarnir gáfu kennurunum sínum súkkulaði rós. Svo voru Kalli og Mikaela búin að skrifa lítil kort til allra bekkjarfélagana. Þau eru eflaust að halda uppá daginn núna á meðan ég skrifa þessi orð.

Kennarinn hennar Mikaelu ætlaði að búa til bleikar pönnukökur, og bleikt lemonaði, Kalli og hans bekkur ætla að skiptast á Valentínusar smákökum og tvíburarnir eru með snakk og kökur í sínum bekk. SVAKA STUÐGrin  Maðurinn minn fær nú ekki sína gjöf fyrr en í kvöld. Ég er búin að kaupa fína steik og við ætlum að hafa date heima í kvöld. Hér er alltaf svo mikið að gera á öllum veitingastöðum, tveggja tíma bið oft, þannig að ég bauð honum á date inní borðstofu hjá okkur í kvöld.

Ég er búin að kaupa þessa fínu steik, ætla að hafa salat með rækjum í forrétt, steik, bakaða kartöflu og Aspas í aðalrétt, og svo var ég að baka súkkulaðiköku, og ætla að skera út litlar hjartarkökur handa okkur í eftirrétt. Svo fá börnin auðvitað hjartarköku í eftirrétt líka, ásamt vanillu ís. Þannig að þetta ætti að vera mjög rómó hjá okkur í kvöldInLove

Ég vona að þið öll séuð að muna rómantíkina í dag, ég veit að við flest þurfum engan einn dag til þess að lýsa ást okkar á þeim sem við elskum, en það er yndislegt að tileinka degi til þess. Við erum öll svo upptekin með heimili, vinnur, og fjármál, og ég tala nú ekki um börnin, þannig að notið daginn í dag til þess að virkilega horfa inní augun á maka ykkar og láta hann/hana vita hversu heitt þið elskið hann/hana, og skellið svo einum blautum á makann ykkar í leiðinni. Ég veit að það ætla ég sko að gera eftir hjartarkökuna mína, þá fæ ég mér virkilega eftirréttWink

HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

eigðu góðan Valentinus..

Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Aðalheiður Haraldsdóttir

Done!  (and the some)

Aðalheiður Haraldsdóttir, 15.2.2007 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband