Dagur 3

í sprautunum mínum. Á sunnudaginn kom hjúkkan til mín. Hún er sjálf búin að vera með MS í 30 ár og er búin að vera á meðalinu sem ég er byrjuð að sprauta í 3 ár. Henni líður svo vel núna að í dag fór hún í sex vikna draumaferðalagið sitt til Nýja Sjálands og Ástralíu. Hún gaf mér mikið af upplýsingum um MS sjúkdóminn sjálfan ásamt að þjálfa mig í sprautunum. Hún er mjög vel að sér í upplýsingunum, ekki að ástæðulausu eftir að vera með þennan sjúkdóm í 30 ár.

Hún gaf mér heilan lista af bókum og öðru sem að ég get fengið ókeypis frá Shared Solutions, sem er fyrirtækið sem að selur Copaxone sem er meðalið mitt. Þannig að ég ætla að fara að biðja um það sem er á listanum hjá henni smátt og smátt, þeir mega nefnilega ekki vita að hún gefur viðskiptavinum sínum þennann lista, af því að fyrirtækið sjálft er sko ekkert að auglýsa að það er að gefa ókeypis bækur og svoleiðis, kaninn alltaf samur við sig.

Þannig að á Sunnudaginn var sprautaði ég mig í magann og fann barasta ekkert fyrir nálinni. Ég nota svona autoject, þar sem að ég set sprautuna í og þetta virkar eiginlega eins og byssa. Ég set sprautuna í, svo skrúfa ég tækið í sundur, set það saman aftur, tek rauða lokið af sem að tekur lokið af sprautunni af, svo held ég í bláa hlutann og ýti á takka, búmm. Þá fer nálin inní líkamann, svo sleppi ég gráa hlutanum og tel upp að fimm, og þá er meðalið komið inní mig og svo bara búið. Ekkert smá þægilegt, allaveganna fyrstu mínútuna.

Þá kemur brunaverkur og þessi mikli sársauki. Alveg eins og að vera stunginn af býflugu, þó svo að ég hafi aldrei verið stungin, þá sagði hjúkkan það allaveganna. Svo er sviði og verkur í um það bil 15 mínútur og svo bólgnar allt í kringum stunguna. Nokkrum klukkutímum síðar kemur svo marblettur og það er allt og sumt. Ég var búin að hafa rosalegar áhyggjur af þessu, en með þennan autoject þá er þetta bara ekkert mál.

Það er samt erfitt að hugsa til þess að ég þarf að gera þetta á hverjum degi þangað til að einhver betri lyf koma á markaðinn, en svona er þetta bara. Þessi lyf eiga að hægja á sjúkdómnum og auðvitað er það mjög mikilvægt. Hjúkkan sem að kom á Sunnudaginn er með 85 skellur á heilanum á sér og er ekki búin að fá neinar fleiri skellur á heilann síðan hún byrjaði á Copaxone. Þannig að hennar saga lofar góðu. Hún er búin að missa sjónina á báðum augum og fékk sjónina að mestu tilbaka með sterameðferð.

Það er eitt af því erfiðasta við þennan sjúkdóm, margir missa sjónina, en fá hluta af henni aftur. Ég bið til Guðs að það gerist ekki fyrir mig, allaveganna ekki á meðan börnin eru ung. Margir lifa með þennan sjúkdóm í tugi ára áður en að þeir missa sjónina eða enda í hjólastól. Ég þarf bara að hugsa vel um mig og reyna ekki of mikið á, og passa mig á stressi, það er algjört no no fyrir mig, því að verkirnir tvö ef ekki þrefaldast þegar það er mikið stress hjá mér.

Fyrir utan þetta þá erum við að gera okkur tilbúin fyrir Valentínusardag á morgun. Búin að skrifa lítil kort fyrir bekkjarfélagana, kaupa súkkulaðirósir fyrir kennarana, og ég er búin að kaupa gjafir og kort fyrir alla fjölskylduna. Ég er nú þegar búin að fá eina gjöf frá mínum manni, Alias Season 5, ekkert smá ánægð, núna á ég alla þættina. Núna ætla ég að drífa mig í rúmið svo að ég verði nú sæt fyrir manninn minn á morgun. Ég ætla að elda rómó kvöldmat fyrir okkur tvö, og senda börnin inní herbergi, þau geta borðað pítsu picnic style, set bara á bíómynd fyrir þau og matinn á handklæði og þá verður þetta bara inside movie picnic, svaka stuð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

nálar og sprautur eitthvað sem fer í mínar fínustu......

Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband