10.2.2007 | 18:47
Ísland fagra land...
hvað ég sakna þín. Ég fann þessa gullfallegu mynd tekna af okkar fallega landi ofan úr geim og gat ekki staðist að setja hana hér inn. Þó svo að snjór var ekki yfir öllu landinu, þá var nýfallinn snjór til þess að landið virðist þakið snjó. Hversu fallegt okkar land er, og dularfullt. Það virðist óbyggjanlegt, ofan úr geimi allaveganna, þannig að vonandi láta geimverurnar okkar land í friði þegar þær koma í heimsókn...
Elsku Ísland, ég get ekki beðið eftir að sjá þig í senn, eftir aðeins 5-6 mánuði kem ég til þín og verð hjá þér í 10-14 daga, sem er alltof stutt, en betra en ekkert. Farðu vel með alla mína ættingja og vini, ásamt öllu mínu landsfólki. Þú ert stolt mitt og söknuður til þín fylgir mér daglega í öllum mínum gjörðum og hugsunum.
Þá fer stuðið að byrja hjá mér. Lyfin mín komin og þegar ég tók þau uppúr þessum risa kassa sem að þau voru í, þá fékk ég þetta þvílíka kvíðakast. Þetta var kassi með 30 sprautum fyrir allan mánuðinn, ásamt rauða ruslakassanum litla, þar sem ég mun losa mig við notaðar sprautur. Kvíðakastið byrjar aftur þegar ég fer að tala um þetta. Eins og ég hef sagt áður þá er ég nú ekkert hrædd við sprautur, en að horfa uppá þær ásamt gúrkunum og mjólkinni minni inní ísskáp, er nú ekkert sérlega upplífgandi
Á morgun kemur svo hjúkkan til mín til þess að kenna mér á þetta allt saman og ætlar maðurinn minn að láta sig hverfa á meðan með öll börnin. Þetta verður áhugaverður Sunnudagur og byrjunin á vonandi betri heilsu... Það má alltaf láta sig vona. Læknirinn minn er búinn að láta mig fá sterkari verkjalyf, þannig að ég byrjaði á þeim í gær. Ég vona að þetta fari allt að koma og að öll þessi meðul eigi ekki eftir að fita mig enn meir.
Við erum nefnilega að fara að byrja aftur í Biggest Loser keppni í kvöld. Ég veit að ég er sko búin að leggja á mig síðustu tvo mánuði, er ekki búin að vera mjög aktív, þessi þreyta dregur mig nú ekki beint út að labba, dregur mig frekar uppí rúm, en allaveganna, ég ætla að reyna mitt besta til þess að tilheyra klukkustund á dag í æfingar, hvernig sem að þær eru, yoga, labba, hjóla, eða bara að teygja á mér. Við erum með On Demand í sjónvarpinu og þar er hægt að fara í heilsurækt, yoga, pilates, magaæfingar heima á stofugólfinu, you name it, they got it!!!!
Áður en ég fer og huga að minni stóru fjölskyldu þá mæli ég eindregið með myndinni NORBIT. Eddie Murphy er Norbit og Rasputia og Asíski faðir Norbits. Þessi mynd er ekkert smá fyndin og Eddie Murphy is BACK Mér finnst hann enn betri í þessari mynd en hann var í The Nutty Professor og The Klumps, þó svo að hann var auðvitað geðveikur í þeim myndum líka. Hann skrifaði ásamt bróður sínum kvikmyndahandritið að Norbit á aðeins 21 dögum, ásamt að vera framleiðandi.
Eddie Murphy er líka geðveikur í Dreamgirls, sem að er mjög góð mynd, þó svo að hún sé meira sungin en töluð. Mér fannst að allir sem að áttu leik að í Dreamgirls stóðu sig mjög vel og Eddie Murphy á eflaust eftir að hljóta Óskarinn þann 25. Feb fyrir leik sinn í Dreamgirls. Það er vonandi í framtíðinni að gamanleikarar fari að hljóta viðurkenningar fyrir sitt takmark til kvikmynda, því að Guð einn veit, að það er ekki auðvelt að fá fólk til þess að hlæja, sérstaklega þegar fjölmiðlarnir sjá um að mata okkur með fréttum um stríð, barnanauðganir og ofbeldi, og hækkandi hitastig. Gamanleikarar eiga oftar meiri heiður skilinn en aðrir leikarar því að húmor er priceless, í dögum svartsýnar er húmor besta meðal. Ég var öll léttari á mér í gær eftir að sjá NORBIT og þó svo að verkirnir væru slæmir, fréttirnar slæmar og veðrið slæmt, þá var Eddie Murphy fyndnari en fyrr og dagurinn minn léttari fyrir vikið. Hann á Óskar skilinn fyrir að létta á fólki, kannski að ég stofni mína eigin verðlaunaafhendingu og í staðinn fyrir að gefa leikurum Óskar, þá gef ég þeim JOKER
Athugasemdir
Elsku Bertha! Gangi þér vel á morgun og hugsaðu bara til hennar Sesselju, litlu frænku þinnar, sem er búin að fá sprautu á hverju kvöldi í bráðum ár svo að hún stækki nú svolítið betur. Það gengur rosalega vel og er yfirleitt ekkert mál - stundum svolítið vont samt en bara í smástund. Þetta er bara eðlilegur hlutur af tilverunni hér, svona eins og að láta hana bursta tennurnar áður en hún fer að sofa.
Þegar þú ert sjálf orðin örugg með þetta ættir þú kannski að leyfa krökkunum að fylgjast með ef þau vilja. Þú veist að menn óttast það sem þeir skilja ekki. Lyfin þín eiga eftir að fylgja þér og verða hluti af þínu daglega lífi - og vonandi hjálpsamir vinir þínir.
Leyfðu okkur að fylgjast með hvernig gengur!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 23:16
sprauta mig einu sinni í mánuði með B-12 vítamíni. Jamm á líka svona rauðan kassa til að setja sprauturnar í... Þetta kemmst upp í vana, þarf sjá að fylla sprautuna frá glasi með fallegum rauðum vökva :p
Koss og knús frá mér
Dagmar Miller (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.