5.2.2007 | 16:49
100asti dagurinn...
er dagurinn í dag, það er skóladagarnir sem að börnin eru búin að upplifa. Þessu er fagnað þvílíkt í 1. bekk hjá henni Mikaelu minni, og fórum við í andargarðinn okkar í gær. Við köllum hann það af því að fyrir utan það að vera leikvöllur, er þarna stór tjörn og fullt af öndum og gæsum og svönum. Við fórum með þetta risastóra brauð og gáfum öndunum að borða, og söfnuðum svo að okkur fullt af steinum.
Í 1. bekk hér er hundraðasta deginum fagnað með því að krakkarnir koma með hundrað af einhverju, hverju sem er þannig séð, til þess að deila með bekkjarfélögunum. Og hún Mikaela mín, eins og hún er nú mikil prinsessa, er algjör stelpustrákur líka, svona eins og ég var þegar ég var á hennar aldri, hún ákváð sko að sanka að sér drulluskítugum steinum.
Þegar við vorum búin að því var leikið sér á leikvellinum og svo haldið heim á leið í hreingerningar. Þar var öllum steinunum skellt ofan í baðkar, og hún dundaði sér við að þrífa þá og gera þá nice and shiny. Svo var þeim stungið ofan í King Kong plastík popp skál sem að við fengum hérna í bíó einhvern tímann, og svo í morgun var sko haldið á leið með 100 steina í skólann.
Kennarinn hennar var nú soldið hissa þegar hún mætti á svæðið með þessa steina, ég held að hún hafi hálfpartinn búist við að Mikaela myndi koma með prinsessu límmiða, eða bara Barbie dúkkurnar sínar. Kennarinn þekkir meira þessa prinsessu hlið á henni dóttur minni, frekar en þessa strákahlið, sem ég þekki mjög vel. Þannig að þetta er mjög spennandi að fá að heyra hvað aðrir í bekknum hennar komu nú með í skólann.
Rétt áður en að Mikaela sofnaði í gærkveldi þá var hún að ímynda sér hvað aðrir myndu koma með, og þá taldi hún upp perlur, og skeljar frá ströndinni, eða nammi. Prinsessan var þá komin aftur, og strákastelpan horfin. Það er æðislegt að sjá hvernig litlu börnin okkar virka, hvernig hugurinn virkar og hvernig hegðunin er.
Því miður stækka þau alltof hratt og núna má ég ekki kyssa hana bless fyrir framan bekkjarfélagana, og má ekki kalla hana baby, sem er auðvitað bara gæluorð hér. Svo þegar hún kemur heim þá liggur hún í kjöltu mér allan daginn, og vill að ég fari meira að segja með henni inná klósett til þess að pissa. Já, prinsessu hugurinn með strákastelpu hegðun, stóra stelpan í skólanum sem má ekki kyssa, en litla stelpan þegar heim kemur sem getur ekki beðið eftir að mamma sín segi Hæ, baby
Athugasemdir
Kæra Bertha!
Takk fyrir fallegu orðin sem þú skrifaðir á síðuna mína, þau styrkja mig enn frekar. Ég mun halda áfram að berjast fyrir því að þessi umræða haldist lifandi eins og hún hefur gert undanfarnar vikur. Held að engin íslendingur sem fylgist með fréttum sé að hugsa um þá hræðilegu hluti sem kynferðislegt ofbeldi er og ég vona að sem flestir þolendur sem tilbúnir eru, standi upp og öskri opinberlega. Þannig höldum við umræðunni gangandi.
Kveðja
Harpa O
Harpa Oddbjörnsdóttir, 6.2.2007 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.