4.2.2007 | 18:21
Ofur Skálin
Í dag er Ofur Skálin spiluð í Miami, Flórída. Þar spila Chicago Bears á móti Indianapolis Colts. Ég veit þið eruð nú örugglega að spá í af hverju ég er að skrifa um einhvern blessaðan fótboltaleik, en maðurinn minn er sko algjör fótboltakall.
Þetta er fyndið þegar maður er búinn að vera í fyrrverandi samböndum, og búinn að vera giftur, að líta tilbaka á mennina sem að maður hefur verið með. Tim er fyrsti maðurinn sem ég hef verið með sem er algjör íþróttafrík. Fyrir ykkur sem að horfðuð á Sex and the City, þá líður mér stundum eins og Samantha þegar hún var að deita íþróttagæjann. Hún var alltaf að horfa á körfuboltaleiki með honum, og gat ekki beðið þangað til að síðasti leikurinn yrði búinn svo að hún myndi nú loksins fá einhverja athygli og eitthvað action frá gæjanum. Svo er leikurinn loksins búinn og hún þvílík spennt að fá nú einn koss eða svo. Þá segir gæinn, nei bíddu, elskan, ég þarf að fylgjast með hafnarboltanum
Þannig er þetta nú með hann Tim minn, um leið og fótboltinn verður búinn í dag, þá á hann eftir að finna körfuboltann til þess að horfa á. Og mér á eftir að líða eins og Samantha, með enga athygli og ekkert kynlíf
Það góða við að vera með íþróttafíkli er að maðurinn hefur lítinn sem engann áhuga að vera úti á lífinu á hverri helgi. Hann er algjör familíu gæji, sem ég fíla í tætlur. Þannig að ég kvarta nú ekki mikið yfir íþróttunum, heldur reyni bara að horfa á eitthvað af þessu með honum, eins og til dæmis Ofur Skálina. Ég er að vísu líka með smá veðmál í gangi þannig að ég ætla að horfa á leikinn til þess að sjá hvort að ég geti nú ekki unnið einhvern pening. Ég meina, það er ekki nóg fyrir mig að horfa á einhverja stóra rassa hlaupandi upp og niður völlinn, ég verð sko að fá borgað fyrir svoleiðis píningar, eða fá kynlíf eftir á...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.