30.1.2007 | 18:00
Hvatir
Sjálshvatir og sjálfsagi er ekkert grín. Ég sit hér og stari á æfingarhjólið mitt og bíð eftir að það kalli á mig. Ég veit að eftir að ég er búin að hjóla í hálftíma þá á mér eftir að líða betur, en að taka þessi fimm skref og hífa mig uppá sjálft hjólið er annað mál.
Er það ekki með flest í okkar lífi? Á ég að borða pítsu eða salat, á ég að glápa á imbann eða lesa, á ég að labba útí búð eða keyra, á ég að hanga í tölvunni eða leika mér við börnin. Þetta er svona með agann og hvatirnar.
Hvatirnar hafa sitt eigið tungumál, það er eins og engilinn og djöfullinn rífist yfir hverri einustu hvöt, á ég eða á ég ekki. Ég er nógu gömul til þess að vita hvað ég á að gera, hvað er betra fyrir mig, samt veit ég að ef ég vel vitlaust þá á ég eftir að sjá eftir því. En, ef ég labba útí búð og strætó keyrir á mig, á ég þá ekki eftir að hugsa með mér, ég vildi óska að ég fékk mér pítsu í staðinn fyrir salat.
Aginn er líka erfiður að eiga við. Að hafa sjálfaga þýðir oftast að líf manns er betra. Manni líður betur líkamlega, andlega, og sálarlega. Þegar maður leggst þreyttur á koddann á kvöldin, þá hugsar maður um daginn sem er að líða. Ég hugsa um það sem ég gerði og það sem ég gerði ekki. Mér líður vel þegar ég hugsa um allan heimalærdóminn sem við kláruðum, bækurnar sem ég las fyrir börnin mín, góða matinn sem ég eldaði, samræðurnar sem ég og maðurinn minn höfðum, og allt það sem ég afrekaði.
Aginn er stundum slakur hjá mér. Þegar svoleiðis dagur gerist þá líður mér ekki eins vel. Ég hugsa um bækurnar sem ég var of þreytt til þess að lesa fyrir börnin mín, pítsuna sem ég pantaði í staðinn fyrir að elda, heimalærdóminn sem er enn ókláraður, þau fáu orð sem að fóru á milli mín og mannsinns, og allt það sem ég afrekaði ekki. Manni líður ekki vel líkamlega, andlega né sálarlega.
Með aldrinum lærir maður að það er allt í lagi að hafa daga þar sem aginn er ekki 100%. Maður lærir að hvatirnar eru stundum of sterkar hjá manni, að refsa sjálfum sér fyrir að borða junk, í staðinn fyrir heilsusamlega máltíð, er ekki heilbrigt. Það eru dagar sem að kalla á að slaka á og ekki vaska upp það kvöldið, eða að horfa á bíómynd á sófanum með popp er það sem að öll fjölskyldan þarfnast þann daginn.
Já hvatir og agi eru ekkert grín. Ég er enn að stara á hjólið, en ég ætla að láta mínar letihvöt hverfa núna og leyfa aganum að taka á, því mér á eftir að líða betur í kvöld þegar ég leggst þreytt á koddann. Einn dagur í einu er nóg fyrir mig, ég hef áhyggjur af morgundeginum á morgun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.