Sædýrasafnið

Í gær héldum við Kalli á leið í bekkjarferð. Við fórum til Monterey, sem er klukkutíma sunnan við okkur, og þar er þetta líka geðveika sædýrasafn. Kalli er búinn að vera að læra um hafið og lífið sem er þar síðastliðinn mánuð, og þessi bekkjarferð var auðvitað toppurinn á tilverunni fyrir alla krakkana.

Eins og má búast við var mikil spenna hjá öllum í sambandi við þessa ferð. Kalli ákváð að keyra einn með mér í okkar bíl í staðinn fyrir að fara í rútunni með bekknum sínum. Hann vildi sko fá að vera einn með mömmu sinni, því að hann er vanur að vera umkringdur systrum sínum. Þetta var mjög notalegt hjá okkur, við spjölluðum um daginn og veginn á leiðinni og sáum fullt af hestum, kúm og kindum út um gluggann, þar sem við vorum komin útí sveit þannig séð.

Þegar við komum á áfangastað var mikil spenna í loftinu og byrjuðu krakkarnir á því að borða nesti. Síðan var haldið á leið inn í safnið og spennan alveg að gera útaf við krakkana. Það var mikið af foreldrum með, þannig að ég og ein mamman löbbuðum saman um með þrjá krakka samtals. Ekki var það nú erfitt, því að oft í þessum bekkjarferðum er ekki nóg af foreldrum, þannig að ég hef oft þurft að sjá um 4 til 6 krakka ein.

Við ráfuðum um safnið næstum því í þrjá tíma. Við sáum allskonar fiska, hákarla, seli, og auðvitað marglyttur. Karl´s fieldtrip to the Aquarium 010Þetta safn er svo stórt að þó svo að við vorum þar í þrjá tíma, þá þurftum við aðra þrjá til þess að sjá allt sem hægt var að sjá. Það er nóg um sýningar líka, þegar er verið að gefa dýrunum að borða til dæmis, þá er sýning í gangi, því að allir vilja sjá hvort að kafarinn verði nú kannski bitinn af hákarli, haha.

Svo eru selirnir ekkert smá skemmtilegir, þeir leika sér með bolta og koma alveg upp að glerinu og liggur við að þeir gefi manni kossa í gegnum glerið. Þeir eru mjög vingjarnlegir og gaman að fylgjast með þeim. Kalla fannst þeir skemmtilegastir, og svo auðvitað hákarlarnir.

Að vísu sáum við enga hvali, en það er hægt að fara útá sjó á hvalaveiðar, ekki alvöru hvalaveiðar, heldur myndaveiðar. Þá er reynt að finna hvalina svo að almenningurinn geti tekið myndir af þeim. Það er eins og það er. Mér fannst rosa gaman að sjá Dori, frá Finding Nemo, og svo sáum við auðvitað Nemo líka. Svo eru stjörnufiskarnir æði pæði að mínu mati og var hægt að skoða þá og koma við þá á einum stað.

Hér er ein mynd sem að tók mig allaveganna tuttugu tökur til þess að ná.Karl´s fieldtrip to the Aquarium 024 Þeir synda ekkert smá hratt framhjá manni og svo var erfitt að ná heila mynd af honum, hann var svo fljótur að fara framhjá mér að ég náði aldrei hausnum með, en svo loksins tókst það. Kalla fannst hákarlarnir ekkert smá flottir og þeir eru það auðvitað.

Það er rosalega gaman að geta farið á svona söfn til þess að læra um sjávarlíf og maður sér virkilega hversu lítill maður er í þessum stóra heimi. Ég og Kalli skemmtum okkur konunglega og við erum að plana aðra ferð með allri fjölskyldunni. Við fórum öll á sædýrasafnið þegar ég og Tim vorum nýbyrjuð saman, þannig að það er kominn tími til þess að við förum öll aftur saman.

Ég set inn fleiri myndir í myndaalbúmin mín, ég vona að þið njótið þeirra. Endilega farið að plana ferð til mín svo að ég get farið með ykkur á þetta flotta sædýrasafn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband