22.1.2007 | 03:50
Disneyland Pabbar
Það er fyndið með Disneyland pabba. Þeir lifa í töfraheimi þar sem þeir setja börnin sín og fyrrverandi konu á pásu, koma svo í heimsókns tveimur til þremur árum síðar eftir að hafa haft lítið sem ekkert samband við börnin sín, og eru svo yfir sig hissa að börnin hafa stækkað og konan búin að lifa sínu lífi í staðinn fyrir að væla yfir honum.
Þeir skilja ekkert í því að allt sé ekki eins, af hverju þegar þeir settu okkur á pásu héldum við áfram að spila? Ég meina hvað er eiginlega að þessari spólu???????Svo skilja þeir ekkert í því að börnunum er alveg sama hvort að þau sjái hann, og konan hefur ekkert að segja við sig. Svo reyna þeir að kaupa ástina hjá börnunum, en þegar þeir eyða tíma með þeim, þá nenna þeir ekki að leika við þau, fara með þau í bíó, eða gera smá heimalærdóm. Ég meina, þetta var sko ekki í pabba handritinu
Ég tala nú ekki um að elda, fá þau til þess að sitja kyrr við matarborðið, borða grænmetið sitt, gefa þeim bað, lesa fyrir þau, segja þeim tíu til tuttugu sinnum að fara nú að sofa, og svo þegar þau eru sofnuð að þurfa að taka til, vaska upp, gera bakpokann og heimalærdóminn tilbúinn fyrir næsta dag, skrifa undir tíu mismunandi form fyrir skólann, og svo reyna að sofna áður en þau vakna og þurfa á klóið, eða vilja skríða uppí, eða vilja fara heim til mömmu sinnar, því að þau þekkja ekki þennan mann sem er allt í einu kominn aftur inn í líf þeirra, sem er víst pabbi þeirra
Þegar þeir loksins fatta að þetta er ekki töfraheimur þar sem hægt er að ýta á pásu og hafa börnin og fyrrverandi konuna í biðstöðu, þá verða þeir reiðir. Hvernig dirfist konan að vera í sambúð með nýjum manni, hvernig dirfist hún að vera hamingjusöm, hvernig dirfist hún að snúa börnunum gegn honum... Svo byrja þeir að reyna að eyðileggja fyrir konunni með því að neita að borga meðlag, reyna að fá forræði, þegar það gengur ekki, þá reyna þeir að fá heimsóknartíma, þegar það gengur ekki þá byrja þeir að hringja í konuna og skella á, eða hringja um miðja nótt, eða snúa mömmu sinni, ömmu krakkana á móti fyrrverandi konunni sinni og svo framvegis.
Þeir eru ágætir þessir Disneyland pabbar, ég get sagt ykkur það af persónulegri reynslu. Það góða sem hægt er að finna í þeirri staðreynd að eins margir Disneyland pabbar og eru til, tvöfalt ef ekki þrefalt sinnum fleiri pabbar eru Jarðar pabbar. Þeir vita hvað það tekur að hugsa um, hjálpa til, og elska börnin sín. Þeir koma og taka til eftir að Disneyland pabbarnir eru búnir að reyna öll galdrabrögðin sín. Þá koma alvöru galdrapabbarnir og töfra fram hliðar á börnunum sem að Disneyland pabbarnir vissu ekki að væru til. Jarðar pabbarnir töfra líka fram hliðar á konunum sem að þær vissu ekki einu sinni að væru til og eru mjög hamingjusamar þegar þær finna þessar hliðar á sjálfum sér.
Sem betur fer er eitt gott við Disneyland. Jarðar pabbinn, fyrrverandi konan og börnin þeirra bjuggu saman það sem eftir var og eins og í öllum Disneyland ævintýrum, voru þau hamingjusöm til æviloka... með áhyggjum inná milli, rifrildum og svefni á sófanum, peningaleysi, börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum (með smá heppni), vinnu, ellinni, og fullt af ást, ást, ást
Athugasemdir
Þeir vita hvað það tekur að hugsa um, hjálpa til, og elska börnin sín. Þeir koma og taka til eftir að Disneyland pabbarnir eru búnir að reyna öll galdrabrögðin sín. Þá koma alvöru galdrapabbarnir og töfra fram hliðar á börnunum sem að Disneyland pabbarnir vissu ekki að væru til. Jarðar pabbarnir töfra líka fram hliðar á konunum sem að þær vissu ekki einu sinni að væru til og eru mjög hamingjusamar þegar þær finna þessar hliðar á sjálfum sér.
Æ það er svo frábært þegar maður rekst á fólk sem kann að draga það besta fram í samferðarmönnum sínum..eiginkonum og börnum. Það er lang besta fólkið. Njóttu hamingjunnar og ástarinnar og takk fyrir fínan pistil.
Smjúts...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2007 kl. 09:02
OMG það eru líka bara margar disneyland persónur í heiminum.
Stay strong girl .... Gog never closes one door with out opening another
Dagmar Íris (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 09:58
Æ, elsku Bertha - þetta er nú bara algjör snilld hjá þér! Þér tekst nú líka alltaf að setja allt í spaugilegt og skemmtilegt samhengi hversu ómögulegur sem raunveruleikinn á bak við það nú er.
Það er líka alltaf hollt að fá svona áminningu um það hvað maður sjálfur - og manns eigin börn - eru heppin!
Ástarkveðjur í Hamingjuland!
Aðalheiður Haraldsdóttir, 23.1.2007 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.