Fimm Spor

Þá er búið að ganga mikið á hér hjá okkur. Ég endaði á bráðavaktinni í gærkveldi með syni mínum sem var með skurð á vörinni eftir að Janae skellti hausnum í vörina á honum. Auðvitað var þetta bara slys, þau voru að leika sér inní herbergi og hún var að dansa og kippti hausnum á sér upp akkúrat þegar hann labbar framhjá og BÚMM..........

Við biðum í tvo og hálfan tíma þangað til að læknirinn sá hann og þá var bara byrjað að sauma vörina, fimm spor takk fyrir, þrjú í sjálfa vörina og tvö undir henni. Þetta var enginn smá skurður og ég get sagt ykkur það að hann stóð sig eins og hetja. Var drulluþreyttur, fer vanalega að sofa klukkan 8, og við vorum á bráðavaktinni frá hálf átta til tíu mínútur yfir ellefu. Þannig að hann sofnaði í fanginu á mér, alveg eins og þegar hann var lítið barn, og svo svaf hann þangað til læknirinn byrjaði að undirbúa hann fyrir sporin. Hann grét smá, en hann var svo mikil hetja, ég var ekkert smá stolt af honum. Það er ótrúlegt hversu dugleg börnin okkar eru, sérstaklega þegar mikið reynir á.

Fyrir utan þetta ævintýri er allt við það sama. Ég er búin að vera rosalega slöpp síðustu fimm daga, ég er búin að vera með eitt af þessum köstum sem þeir segja að maður fái. Þessi köst geta varað í einn dag til eins mánuðs, þannig að ég vona að þetta fari að lagast aðeins, er bara búin að vera uppí rúmi síðustu tvo daga.

Stelpunum líður vel og gengur vel í skólanum, í dag eru þær ánægðar því að helgin er að verða komin. Í dag förum við Tim svo í minningarathöfnina fyrir frænda hans og verður það erfitt. Systur hans tvær eru komnar hingað frá Suður Kaliforníu þar sem þær eru bara búnar að eiga við snjó síðustu daga, ekkert smá skrítið, það er eitt að búast við því að fá smá snjó í Norður Kaliforníu þegar það er búið að vera svona kalt, en í Suður Kaliforníu, í Malibu af öllum stöðum, ótrúlegt.

Svo er ég nýbúin að eignast litla frænku, til hamingju Ragnhildur og Hjörtur. Þau eru búsett í Danmörku og áttu litlu stúlkuna á Sunnudagskvöldið var, hjartanlegar hamingjuóskir og ég get ekki beðið eftir að sjá litlu snúlluna. Ég læt þetta bara gott heita í bili, skrifa fljótlega aftur svo lengi sem að rúmið étur mig ekki, eða börnin mín slasist ekki, eða bara að heimurinn farist í öllum þessum veðurhamförumErrm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband