Bertha Sigmundsdóttir
Ég fæddist á Höfn í Hornafirði þann 3. Ágúst 1973. Flutti svo til Reykjavíkur, Bolungarvíkur og Ísafjarðar, þar sem ég bjó í átta ár og hóf mína skólagöngu. Ekki var neinn friður fyrir flutningunum, því strax eftir fermingu árið 1987 flutti ég til Danmerkur, Sönderborg nánar tiltekið, sem er um 30 km frá þýsku landamærunum.
Í Danmerku talaði ég ekki fyrsta árið af því ég kunni ekki mikla dönsku. Síðan kom tungumálið smátt og smátt og þá gat ég farið að eignast vini. Ég bjó í Danmörku (mamma var í námi) í 3 ár og líkaði mjög vel. Var þar Þegar Berlínarmúrinn var felldur 1989 og fóru margir vinir mínir í bílferð þangað til þess að ná sér í smá brot af múrnum. Árið 1990 var haldið heim á leið og fluttum við til Reykjavíkur. Ég byrjaði í MH og útskrifaðist 1993 með félagsfræðigráðu.
Ekki vissi ég nú mikið hvað ég vildi læra eftir það, og var orðin frekar þreytt á skóla. Ég fór í Janúar 1994 til Boston og gerðist au-pair. Ég passaði þrjá stráka í heilt ár og var það mjög yndislegt. Ég var búin að vera í Ameríku í 3 daga þegar ég tilkynnti fósturmömmu minni að hér myndi ég búa í langan tíma. Hún sagði þá að við yrðum að finna fyrir mig kærasta... Þegar árið mitt var útrunnið þá hélt ég heim á leið og vann eins og hestur í sjö mánuði í Myllu bakaríi. Svo í Ágúst 1995 hélt leiðin aftur til Ameríku og er ég búin að búa hér síðan þá.
Að vísu eftir að ég kláraði hótel og veitingarekstur í Quincy College 1997, þá vann ég í ár og kom svo til San Jose, Kaliforníu til þess að klára námið í San Jose State University. Eins og gengur og gerist kynnist ég manni, og eftir að vera saman í sjö mánuði verð ég ólétt. Samband okkar er upp og niður, en við ákveðum að giftast og virkilega gefa barninu okkar og okkur góðan sjéns. 13. September 1999 fæðist svo þessi yndispiltur, Karl Isaiah og er hann mitt gull. Hann er góður, gáfaður, fyndinn, og myndarpiltur á allan hátt. Ekki leið á löngu fyrr en að ég varð ólétt í annað sinn, og 20. Nóvember 2000 fæðist þessi yndisstúlka, Mikaela Sumarrós. Hún er sæt, góð, skemmtileg, með öflugt ímyndunarafl og með brjálaða orku. Í Febrúar 2001 flytjum við öll til Rhode Island. Maðurinn minn ætlaði að byrja þar í námi, en byrjar aldrei. Við erum þar á þeim hræðilega degi þegar New York verður fyrir árás. Hjónabandið mitt og ég vorum búin að vera fyrir árás í marga mánuði, og ég fer frá manninum mínum daginn eftir 11. Sept.
Ég fer aftur til Kaliforníu og finn mér fína vinnu innan við viku. Eiginmaðurinn kemur svo þangað eftir tvo mánuði og við reynum aftur. Innan við árs er ég búin að kasta honum út aftur. Hann kemur grátbiðjandi tilbaka og ég segi honum að three times is a charm. Ef að þetta gangi ekki eina ferðina enn, þá sé hjónabandið okkar búið. Því miður var hann ofbeldishneigður, á margan mismunandi hátt, líkamlega, andlega, munnlega, kynferðislega, svo lengi mætti telja. Sumarið 2003 missti ég vinnuna mína vegna hans að hluta til, og í September 2003 var ég búin. Gat ekki dílað við hann lengur, ég var að hverfa inní sjálfa mig og gat ekki hugsað mér að börnin mín yrðu í kringum hans drykkju og ofbeldi lengur. Margir spyrja af hverju kvenfólk fari ekki frá svona mönnum, mér finnst að fólk ætti frekar að spyrja, af hverju láta menn svona, af hverju eru þeir svona vondir við konuna sem að elskar þá mest?????
Ég fór á fullt að vinna í sjálfri mér. Fór til sálfræðings, hætti að fara út, einbeitti mér bara að börnunum og nýju vinnunni. Ég var rosalega einmana, það er erfitt að vera einn þegar maður er búinn að vera í sambúð í mörg ár, þó svo að sambúðin var enginn dans á rósum. Ég og börnin fluttum inní nýja íbúð, Kalli minn byrjaði í skólanum og barnapían mín bjó á sömu hæð og ég. Lífið fór að batna og sálinni minni fór að líða betur. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu erfitt sálarlífið mitt hafði það á meðan ég var gift, ég var svo upptekin að lifa ofbeldið af. Mér finnst ekki að ég sé fórnarlamb hans, ég lifði hann af! Það var ekki auðvelt að vinna í sjálfri mér. Ég þurfti að líta á það sem að ég gerði rangt í hjónabandinu, ég leyfði honum að komast upp með margt, ég sagði aldrei virkilega, NÓG KOMIÐ!!!!! Það þýðir ekki að neitt af hans ofbeldi hafi verið mér að kenna, en það þýðir að ég skil að hélt áfram að taka hann aftur, og ég þurfti að skilja mínar ástæður fyrir því o.s.fr.
Sem betur fer er ég sterkari eftir þessa reynslu. Ég hélt ótrauð áfram minni vinnu og að hugsa um mín fallegu börn. Í lok Júlí 2005, hitti ég mann af slysni. Ég og 9 aðrar konur fórum út að borða til þess að halda uppá afmæli. Ein konan bíður mér svo yfir til mágar síns eftir á að spila á spil. Allt í lagi með það, en mágurinn endar með að vera Timothy Við byrjum öll að spila á spil, ég og Tim saman í liði. Við gjörsamlega rústum þeim, og spiluðum ekkert smá vel saman. Þetta er fyrsti maðurinn sem að hefur nokkurntímann séð mig fyrir mig. Hann segir þar sem við erum að spila, Vá, þú ert með rosalega góða orku í kringum þig. ARE YOU KIDDING ME? Ertu ekki að horfa á brjóstin á mér eða rassinn???? Þú ert virkilega að sjá sálina mína??? Ég varð ástfangin af honum nákvæmlega þegar hann sagði þetta. Það liggur við að við séum búin að vera saman uppá hvern einasta dag síðan þetta kvöld, við erum búin að búa saman í aðeins meira en ár. Þann 9. Mars bað hann mín svo og auðvitað sagði ég hágrátandi JÁ. Hann keypti fyrir mig fullkominn hring, sem að í þokkabót smellpassaði. Ég var alltaf búin að tala um við vinkonur mínar að ég vildi ekki þennan týpíska ameríska demantshring, ég er nú al íslensk. Hann gefur mér þennan hring úr hvítagulli, með ellefu demanta í. Ég er ekki ein af þessum stelpum sem er mikið fyrir eitthvað glam, en ég elska hringinn minn
Auðvitað elska ég Tim líka Þannig að þetta er ég. Ég hef oft talað um að ég sé með sígaunablóð í æðum mínum, því að ég hef verið á sífelldu flakki allt mitt líf, fyrst sem barn að flakkast með mömmu og pabba, og núna sem fullorðin kona. Ég myndi flytja oftar og vera á fullu í hótel og veitingarekstrinum, ef að ég væri ekki fjögurra barna móðir (Tim var einstæður faðir þegar ég kynntist honum, hann á 12 ára tvíburadætur), og ef ég væri ekki nýgreind með MS sjúkdóminn. Þó svo að flakkið sé skemmtilegt, þá myndi ég ekki breyta neinu í lífinu mínu. Ég hef gengið í gegnum margt, sumt slæmt, annað gott, en allar mínar reynslur hafa mótað mig inní þá persónu sem ég er þann daginn í dag. Everything happens for a reason, ekki satt? Við vitum ekki alltaf hver ástæðan er, en ég trúi því 100% að Guð gefur manni það sem að maður getur höndlað, stundum finnst mér Guð halda að ég geti höndlað ansi margt Svoleiðis er bara lífið. Slæmir dagar, góðir dagar. Ég vona að fyrir okkur öll séu góðu dagarnir fleiri en þeir slæmu, ég vona að fyrir okkur öll að við höfum gott fólk í lífi okkar sem að kemur vel fram við okkur, virði okkur og elski okkur.
Ekki gleyma að því heitar sem þú elskar, því heitar erum við elskuð tilbaka